Úrval - 01.10.1955, Síða 25

Úrval - 01.10.1955, Síða 25
KÍNVERSKIR KAPlTALISTAR 1 KRÖFUGÖNGU 23 verksmiðjan að hætta störfum, en hóf framleiðslu aftur árið eftir, Samkeppni Ameríku- manna var þá úr sögunni og kommúnistastjórnin, sem hafði mikla þörf fyrir sement, gerðist góður kaupandi. Smám saman gat verksmiðjan, sem nú hefur yfir 1000 manns í þjónustu sinni, aukið afköst sín upp í 400 lestir á dag. Weng vænti sér einskis góðs þegar Chiang-kai- shek beið ósigur. En hermenn kommúnista fóru ekki með ráni og gripdeildum. Slíkt var óþekkt í Kína. Eins og allir aðrir iðn- rekendur fullyrti Weng, að eftir þriggja ára magnaða verðbólgu hefði kommúnistum tekizt að koma verðlagi og verðgildi pen- inganna á fastan grundvöll. Stjórnin hafði heitið einkafram- leiðendum því, að þeir skyldu fá að reka starfsemi sína áfram óáreittir. Weng sagði, að það hefðu fyrst og fremst verið eig- ur hinna voldugu Kuomitang- fjölskyldna, smyglara og fé- sýslumanna, sem gerðar voru upptækar. Sumarið 1954 hafði i’íkis- stjórnin fallist á að leggja auk- ið fjármagn í fyrirtæki Wengs og gerðist þannig meðeigandi. Weng og fjölskylda hans eiga þó enn meirihlutann og fá á- fram arð af hlutafé sínu. En hve lengi verður það? Weng er vel ljóst, og fer ekki í laun- kofa með bað, að verksmiðja hans muni fyrr eða síðar verða þjóðnýtt, og að hann muni þá ekki lengur fá neinn arð. „En þegar sá tími kemur,“ bætir hann við, „mun ég áfram verða forstjóri og án efa fá í hendur stjóm fleiri slíkra fyrirtækja og skipa þannig stöðu, sem að minnsta kosti mun verða vel launuð. Ennþá eru lifnaðarhætt- ir mínir hinir sömu og á stiórn- arárum Chiang-kai-shek.“ Saga Wengs verksmiðjueiganda ligg- ur ljós fyrir: hann hefur sem fyrrverandi einkaframleiðandi gefið sig á vald kommúnistum, sem smátt og smátt hafa gert hann að tæknisérfræðingi. Weng fórnaði verksmiðju sinni á alt- ari sósíalismans. I staðinn er hann verndaður gegn amerískri samkeppni og honum tryggður markaður fyrir framleiðslu sína fyrir hagstætt verð. Og Weng telur, að þótt hann eigi eftir að missa öll hlutabréf sín og eign- arhald sitt á verksmiðjunni, muni hann eftir sem áður hafa góða afkomu. Annar „kapítalistinn", sem ég kynntist — við skulum kalla hann Chu — var ekki kominn eins langt á leið til sósíalisma. Hann hafði ekki enn fengið til- kynningu um, að ríkið væri „reiðubúið" að gerast aðalhlut- hafi í fyrirtæki hans. Hann hafði þó sótt um það, því að „rekst- urinn gengur betur, ef stjórnin er hluthafi," sagði hann. Chu tók á móti mér á sunnudegi í hinu fagra húsi sínu, sem stóð í þokkalegu íbúð- arhverfi. Allur húsbúnaður var
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.