Úrval - 01.10.1955, Qupperneq 41

Úrval - 01.10.1955, Qupperneq 41
HÚN LÆKNAÐI SIG AF LÖMUNARVEIKI 39 lamað lét hana ekki í friði, jafnvel þó að læknarnir segðu henni, að á því væri lítil hætta. Um hana sjálfa gengdi því mið- ur öðru máli, sögðu þeir, hún gæti ekki búizt við að verða fullfrísk aftur. En þeir töluðu hughreystandi um þann dag þegar hún gæti gengið með hækjur. Þó lét hún sig stundum dreyma um það á spítalanum, að hún mundi aftur komast á hestbak, að hún fengi að sitja gæðing sinn, stjórna honum með hnitmiðuðum hreyfingum lær- og knévöðva, eins og hún hafði lært í bernsku. En svo minntist hún aftur hins skelfi- lega veruleika: þessir vöðvar voru nú máttvana. Flestir hefðu reynt að sætta sig við þetta. En Lis Hartel var ekki þannig gerð, að hún gæfist upp baráttulaust. Lík- ami hennar lá þarna ■— hjálpar- vana, sigraður. En andi henn- ar var ósigraður. Eftir þrjár vikur krafðist hún þess að hún yrði flutt heim. Þá baráttu sem hún bjóst til að heyja taldi hún sig geta háð betur heima. Þar hafði hún tvo sterka liðsmenn: eiginmann sinn og móður. Lis Hartel seg- ir að án þeirra hefði hún aldrei unnið sigur. Þau lögðu í sameiningu á ráðin. Hinar venjulegar læknis- aðgerðir — nudd og rafmagn — voru ekki vanræktar. En mestu máli skipti það sem hún ætlaði að gera sjálf. Yfir rúmi hennar var komið fyrir triss- um og runnu í þeim bönd sem bundin voru í fætur hennar og handleggi; í hinum endum bandanna héngu jafnþyngdar- lóð, þannig að hönd eða fótur hlaut að lyftast við minnstu hreyfingu einhvers vöðva. En þótt hún einbeitti öllum vilja sínum, tókst henni ekki að framkalla jafnvel svo litla hreyfingu. En hún endurtók tilraunina á hverjum degi og loks eftir marga daga skeði undrið, hún hafði lengi einbeitt sér að því að lyfta hægri hendinni, og allt í einu hreyfðist hún. Lis grét af fögnuði. Atburðurinn var haldinn hátíðlegur í fjölskyld- unni. En daginn eftir vildi handleggurinn ekki hreyfast. Þannig gekk það vikum saman — einn daginn örlítil hreyfing í hönd eða fót, en næsta dag sama algera máttleysið og áð- ur. Hún streyttist við dag eftir dag, en framfarirnar voru óendanlega hægfara. Þegar hún gat orðið nokkurn veginn örugglega hreyft örlítið hendur og fætur, og setið uppi, bættu þau við nýjum æfing- um. Tvær stigvélar, eins og hjól- reiðamenn nota til innanhúss- æfinga, voru festar við gólfið og tengdar þannig saman, að þegar önnur var stigin, sner- ust fótsveifarnar á hinni. Lis sat á annarri en maður hennar eða móðir á hinni. Þetta var
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Úrval

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.