Úrval - 01.10.1955, Qupperneq 45
HLEKKIR I ORSAKAKEÐJU
43
náttúruheimspekinnar um til-
gang í náttúrunni, verður mað-
ur að álíta, að það sé „illur“
vilji, sem stjórnar því, að fíla-
sýkin (elefantiasis) herjar með-
al fólksins, sem býr á óshólm-
um Serajoe-árinnar á Java. Ein-
kenni sjúkdómsins eru þau, að
annar eða báðir fætur verða of-
boðslega gildir og húðin þykk
og gróf eins og á fíl; sprungur
koma í hana og algengt er að
í þær komi ígerðir. Sjúkdóm-
urinn er ólæknandi og tekur um
þrjá af hverjum þúsund íbúum.
Það, sem fyrst kemur bólg-
unni af stað, er örlítill ormur,
filaria malayi, sem lifir í lymfu-
eitlunum og stíflar þá. Lirfur
filaria eru svo smáar, að þær
sjást ekki með berum augum.
Þær setjast að í háræðakerfi
líkamans; á daginn halda þær
til í innri líffærunum, en flytja
sig út undir húðina á nóttunni.
Hvað ræður þessu háttarlagi
lirfanna vita menn ekki, en „til-
gangurinn" leynir sér ekki.
Moskítóflugur eru, eins og við
vitum, nærri eingöngu á ferli
á nóttunni, og þegar þær bíta
mann, sem sjúkur er af elefanti-
asis, þá sjúga þær í sig filaria-
lirfur með blóðinu, og þar með
er hafin mjög athyglisverð og
örlagarík hringrás.
Filarialirfurnar þroskast í
mýflugunum á tíu dögum eða
svo. Þær hafast við í sogpípu
mýflugunnar, og þegar hún
stingur mann, berast þær inn í
æðar hans, leita inn í lymfueitl-
ana, verða þar að kynþroska
filariaormum og valda þar þeirri
bólgu, sem er einkennni elefant-
iasis. Ekki getur það talizt mik-
ið, þó að þrír af hverjum þús-
und veikist, þegar þess er gætt,
að um 40% íbúanna á þessum
slóðum hafa filarialirfur í blóði
sínu.
Annað merkilegt fyrirbrigði
kemur til í þessu sambandi. Ele-
fantiasis þekkist á þessum slóð-
um á Java aðeins á óshólmum
Serajoe-fljótsins, aðeins í þorp-
unum, sem standa við tjarnirn-
ar, sem eftir verða eftir regn-
tímann og flóðin; þeir, sem búa
þótt ekki sé nema 1—2 km frá
tjörnunum, fá ekki elefantiasis
og filarialirfur finnast ekki í
blóði þeirra.
Serajoe er hitabeltisfljót eins
og þau gerast flest. Um þurrka-
tímann rennur það vatnslítið til
sjávar eftir mjóum farvegi, en
um regntímann beljar það fram
ofan úr gróðurlausum fjöllun-
um (skógurinn hefur verið
höggvinn) og flæðir yfir breiða
óshólmana. Þegar aftur sjatn-
ar í fljótinu, standa eftir stór-
ar tjarnir. Þessar tjarnir eru
hinn ákjósanlegasti jarðvegur
fyrir vatnajurt eina, sem algeng
er í hitabeltinu og nefnist pistia
stratiotes (vatnskál). Þetta
vatnskál þekur stundum alveg
stórar tjarnir. Á bökkum tjarn-
anna standa þorp íbúanna.
Vantskálið er gróðrarstía fyr-
ir þær tegundir móskítóflugna,
sem mestan þátt eiga í út-