Úrval - 01.10.1955, Blaðsíða 50
48
TjRVAL
ég rek nagla í vegg og tengi
snertihljóðnema við hann, skilar
hann greinilega samtali, sem fer
fram hinum megin veggjarins.
Ég hef jafnvel ljósmyndað í
svartamyrkri elskendur, sem
voru að drýgja hór, og hljóð-
ritað hvert orð af samtali þeirra.
Munnstykkið á venjulegu
símaáhaldi er með allra áhrifa-
ríkustu hlerunarhljóðnemum.
Ég get komið inn á heimili, þótzt
vera símaviðgerðarmaður, send-
ur til að prófa símann, sett sér-
staka línu í stað línunnar sem
tengir símatækið við vegginn,
á þrem til fjórum mínútum —
og eftir það tekur munnstykkið
upp öll samtöl í minna en 10
metra fjarlægð og sendir þau
eftir símalínunni, jafnvel þó að
áhaldið liggi á tækinu.
Parabóluhljóðneminn, sem ég
notaði gegn járnvöruheildsalan-
um, er óhugnanlega áhrifaríkt
tæki. Ég á eitt, sem er svo næmt
og markvisst, að ég miða því
með kíki, eins og er á byssum.
Einn skjólstæðingur minn var
eitt sinn beðinn um að hitta
mann, er hann grunaði um f jár-
kúgun, á afvikinni strönd. Hafði
maðurinn krafizt þess að skjól-
stæðingur minn kæmi í sundbol
einum klæða, til þess að öruggt
væri að hann hefði ekki á sér
hljóðritunartæki. Þessi varúðar-
ráðstöfun stoðaði samt ekki.
Parabóluhljóðneminn minn, sem
falinn var í bílnum mínum á hól
skammt frá, tók upp hvert ein-
asta orð af samtalinu. Og þegar
skjólstæðingur minn lét þess
getið, að hann hefði í fórum sín-
um hljóðritun af samtalinu,
gerði maðurinn ekki fleiri til-
raunir til f járkúgunar.
Af langri reynslu hef ég sann-
færzt um, að ekki er til nein al-
gerlega örugg vörn gegn hlerun-
um með rafeindatækjum. Sumir
halda að smellir eða hvarfl (fad-
ing) í símanum sé merki um
að hann sé hleraður. Þetta er
misskilningur. Rétt tengt hler-
unartæki gefur engin merki frá
sér. Aðrir eru þeirrar trúar, að
koma megi í veg fyrir hlerun
með því að nota símann inni í
baðherberginu eða eldhúsinu og
láta renna úr krana meðan tal-
að er. Þetta er líka misskiln-
ingur. Ef þeir sem tala saman
heyra hvor í öðrum, heyrir hler_
arinn það einnig. Auk þess get-
ur sérfræðingur alltaf skilið frá
aukahljóð sem fylgja hljóðrit-
uðu samtali.
Það eru fáanleg ýmiskonar
tæki til að prófa hvort sími er
hleraður. Ég veit af eigin
reynslu, að þau koma aðeins upp
um allra frumstæðustu hlerun-
artæki. Ég hef komizt í kast við
þau 25 sinnum eða svo, en þau
hafa aldrei komið upp um hler-
anir mínar.
Þó að ég stundi hleranir mín-
ar á fyllilega löglegan hátt, er
því ekki að leyna, að efasemdir
sækja mjög á mig í sambandi
við þessa starfsemi mína. Fyrir
skömmu var ég t. d. fenginn til
að hlera síma í skrifstofu verka-