Úrval - 01.10.1955, Page 51

Úrval - 01.10.1955, Page 51
ÉG LEGG STUND A SlMAHLERANIR 49 lýðsfélags í stórri borg í Suður- ríkjunum fyrir formann félags- ins. Á hverri nóttu í tvo mán- uði vann ég að því að tengja hlerunartæki við allt símakerfi skrifstofunnar, svo að formað- urinn gat hlerað hvaða línu sem var, með því einu að þrýsta á hnapp inni hjá sér. Ég kom einn- ig fyrir hljóðnemum í kaffistof- unni, móttökuherberginu og snyrtiklefa karla. Með aðstoð þessara tækja stóð formaðurinn tvo af starfs- mönnum félagsins að því að þiggja mútur hjá atvinnurek- endum. Síðan ég kom þessum tækjum fyrir hefur hugsun- in um þau aldrei látið mig í friði. Núverandi formaður verkalýðsfélagsins er heiðarleg- ur maður. En hvernig færi ef gerspilltur, valdasjúkur maður kæmi í hans stað? Hægt væri að nota tækin mín til fjárkúg- unar og til að njósna um einka- líf manna. Jafnvel algengar hleranir í sambandi við hjónaskilnaðarmál afhjúpa leyndustu einkamál þeirra, sem hlut eiga að máli. Ég heyri samtöl við lækna, sál- fræðinga og nánustu vini. Ég heyri fólk segja frá misgjörð- um, sem ekki eru í neinu sam- bandi við mál það, sem hlerun- inni er ætlað að upplýsa — og oft ber ég kvíðboga fyrir því, að þeir sem ég hlera fyrir, noti þessar upplýsingar í óheiðarleg- um tilgangi síðar. (í niðurlagi greinarinnar skýrir höfundur frá því, hvaða lög séu í gildi í Bandaríkjunum um símahler- anir, en þau eru mjög misjöfn í hin- um einstöku fylkjum, og lætur að lokum í ljós álit sitt á því hvað nauðsynlegt sé að löggjafinn geri til að koma í veg fyrir misnotkun síma- hlerana. Þeim kafla er sleppt hér, en þess má geta í staðinn, að i stjórn- arskrá Islands teljast símahleranir bro't á friðhelgi einkalífsins og eru því refsiverðar. Þó er ein undantekn- ing hér á: 1 47. grein laga nr. 27 frá 1951 um rannsókn opinberra mála segir svo: „Dómari getur, þegar ör- yggi ríkisins krefst þess, eða um mikilsverð sakamál er að ræða, úr- skurðað hlustanir í síma, sem söku- nautur hefur, eða ætla má hann nota“.) o—o—O SNEMMA BEYGIST KRÖKUR . . . Eins og allar brúðir var hún fallegri en hún hafði nokkru sinni verið fyrr og eftirvæntingin Ijómaði i andliti hennar. Þeg- ar hún lagði af stað inn kirkjugólfið leit hún með sælubrosi til mannsins sem gekk við hlið hennar og hvíslaði: „Gakktu svolítið beinni, elskan.“ — Harper’s Magazine. 7
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.