Úrval - 01.10.1955, Page 51
ÉG LEGG STUND A SlMAHLERANIR
49
lýðsfélags í stórri borg í Suður-
ríkjunum fyrir formann félags-
ins. Á hverri nóttu í tvo mán-
uði vann ég að því að tengja
hlerunartæki við allt símakerfi
skrifstofunnar, svo að formað-
urinn gat hlerað hvaða línu sem
var, með því einu að þrýsta á
hnapp inni hjá sér. Ég kom einn-
ig fyrir hljóðnemum í kaffistof-
unni, móttökuherberginu og
snyrtiklefa karla.
Með aðstoð þessara tækja
stóð formaðurinn tvo af starfs-
mönnum félagsins að því að
þiggja mútur hjá atvinnurek-
endum. Síðan ég kom þessum
tækjum fyrir hefur hugsun-
in um þau aldrei látið mig
í friði. Núverandi formaður
verkalýðsfélagsins er heiðarleg-
ur maður. En hvernig færi ef
gerspilltur, valdasjúkur maður
kæmi í hans stað? Hægt væri
að nota tækin mín til fjárkúg-
unar og til að njósna um einka-
líf manna.
Jafnvel algengar hleranir í
sambandi við hjónaskilnaðarmál
afhjúpa leyndustu einkamál
þeirra, sem hlut eiga að máli.
Ég heyri samtöl við lækna, sál-
fræðinga og nánustu vini. Ég
heyri fólk segja frá misgjörð-
um, sem ekki eru í neinu sam-
bandi við mál það, sem hlerun-
inni er ætlað að upplýsa — og
oft ber ég kvíðboga fyrir því,
að þeir sem ég hlera fyrir, noti
þessar upplýsingar í óheiðarleg-
um tilgangi síðar.
(í niðurlagi greinarinnar skýrir
höfundur frá því, hvaða lög séu í
gildi í Bandaríkjunum um símahler-
anir, en þau eru mjög misjöfn í hin-
um einstöku fylkjum, og lætur að
lokum í ljós álit sitt á því hvað
nauðsynlegt sé að löggjafinn geri til
að koma í veg fyrir misnotkun síma-
hlerana. Þeim kafla er sleppt hér,
en þess má geta í staðinn, að i stjórn-
arskrá Islands teljast símahleranir
bro't á friðhelgi einkalífsins og eru
því refsiverðar. Þó er ein undantekn-
ing hér á: 1 47. grein laga nr. 27
frá 1951 um rannsókn opinberra mála
segir svo: „Dómari getur, þegar ör-
yggi ríkisins krefst þess, eða um
mikilsverð sakamál er að ræða, úr-
skurðað hlustanir í síma, sem söku-
nautur hefur, eða ætla má hann
nota“.)
o—o—O
SNEMMA BEYGIST KRÖKUR . . .
Eins og allar brúðir var hún fallegri en hún hafði nokkru
sinni verið fyrr og eftirvæntingin Ijómaði i andliti hennar. Þeg-
ar hún lagði af stað inn kirkjugólfið leit hún með sælubrosi
til mannsins sem gekk við hlið hennar og hvíslaði:
„Gakktu svolítið beinni, elskan.“
— Harper’s Magazine.
7