Úrval - 01.10.1955, Síða 63

Úrval - 01.10.1955, Síða 63
SORGARSAGA KANADlSKU PIMMBURANNA 61 heimilisins var lokið, voru syst- urnar fluttar þangað. En stríð- ið milli foreldranna og Dafoe læknis hélt áfram og magnaðist jafnvel. í febrúar komu þau hjónin fram á leiksviði til að segja frá börnum sínum, og báru yfirvöldunum allt annað en vel söguna. Þessi framkoma foreldranna varð til þess, að á Ontarioþingi voru samþykkt lög, sem settu fimmburana „undir vernd hans konunglegu hátignar fram til átján ára aldurs þeirra.“ Hin nýja forsjárnefnd, sem skipuð var eftir að lögin voru samþykkt, leitaði þegar í stað til ýmissa fyrirtækja til að aug- lýsa fimmburana og afla þeim tekna. Réttur til að taka af þeim eina stuttfilmu var seldur á 650.000 krónur. Blöðum var seldur einkaréttur til að birta greinar um þá, framleiðendur sýróps, barnamjöls, tannkrems og ótal fleiri vara keyptu rétt til að nota þá í auglýsingum sínum. Fimmburarnir urðu þannig á skömmum tíma vel- efnaðir. Þegar þeir voru tveggja ára var reistur U-laga laufskáli kringum leikvöll þeirra. Forvitn. ir áhorfendur gátu nú horft á þá gegnum glugga með þannig gleri í, að ekki sást út um þá. Ferðamannastraumurinn var látlaus — um 250.000 manns á ári komu til að skoða fimmbur- ana. Með prófum og athugunum var fylgzt nákvæmlega með lík- amlegum og andlegum þroska þeirra. Greindarpróf barnasálar- fræðingsins dr. Blatz leiddu í ijós, að greindarvísitala þeirra var örlítið fyrir neðan meðallag — sennilega vegna þess að þær fæddust alllangt á undan tíman- um. Eina fullorðna fólkið, sem þær umgengust, var auk for- eldranna, hjúkrunarkonur, kennarar og læknar. Leikfélaga áttu þær enga, ef frá eru talin eldri systkini þeirra, sem öðru hvoru komu í heimsókn til þeirra. 1 líkamlegu tilliti voru þær sem sagt í alla staði fyrirmynd- arbörn, en tilfinningalíf þeirra gat naumast talizt eðlilegt, lík- lega mest vegna þess, að öll bernskuárin voru þær sífellt þrætuepli foreldranna og Dafoes læknis. Hvað eftir annað urðu þær vitni að háværu rifrildi og deilum þeirra í milli, og má nærri geta, hvaða áhrif það hef- ur haft á þær. Þegar foreldr- arnir komu í heimsókn, notuðu þau hvert tækifæri til að gera lækninn tortryggilegan í augum barnanna, og Dafoe læknir sat sig heldur ekki úr færi að skýra fyrir þeim, að hann hefði bjarg- að lífi þeirra og væri því eins- konar fósturfaðir þeirra. Fyrsta kvikmyndin, sem gerð var um fimmburana, „Héraðs- læknirinn", jók enn á misklíðina. Hún gaf Dafoe lækni að heita mátti alla dýrðina, en faðirinn Oliva var sýndur sem fákunn-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.