Úrval - 01.10.1955, Page 65
SORGARSAGA KANADÍSKU FIMMBURANNA
6S
svo út fréttin um að hún hefði
látizt á kaþólsku elliheimili.
Margskonar sögusagnir kom-
ust á kreik eftir að það vitnað-
ist, að Emilie hefði dáið úr köfn.
un eftir flogaveikiskast. Eftir
því sem næst verður komizt,
er sannleikurinn um tildrög
þessa sorgaratburðar sem hér
segir: Þegar Emilie var ell-
efu ára, tók að bera á floga-
veiki í henni, og var þá strax
farið með hana til færustu sér-
fræðinga. Allt var gert sem unnt
var til að lækna hana, og árið
1953 var hún sjö vikur til rann-
sóknar á sjúkrahúsi í Montreal.
Af því að hún fékk aldrei
flog á opinberum stöðum kom-
ust þessi veikindi hennar ekki
í hámæli. Með köflum var
hún þó svo slæm, að hún fékk
stundum tuttugu köst á dag. —
En þrátt fyrir veikindin, gat
hún sótt skóla með systrum sín-
um.
Síðla vetrar 1954 bað hún um
að fá að fara á kaþólskt elli-
heimili fyrir utan Montreal til
að hvíla sig. Meðan hún var
þar, frétti hún að Marie væri
að yfirgefa klaustrið og ætlaði
heim. Eins og hinar systurnar
hlakkaði Emilie mikið til að
hitta Marie aftur, og hún fékk
leyfi foreldranna og systranna
á elliheimilinu til að fara til
móts við systur sína í Montreal
þegar hún færi þar um á heim-
leið.
Emilie kenndi sér einskis
meins um morguninn þegar hún
fór frá elliheimilinu í Mont-
real. En þegar hún kom inn 1
stórborgina, varð hún hrædd og
óróleg í allri umferðinni og var
brátt orðin rammvillt. Þegar
hún sneri sér til lögregluþjóns,.
var hún miður sín og gat tæp-
ast gert sig skiljanlega. Lög-
regluþjónninn bar kennsl á hana.
og fór með hana á lögreglustöð-
ina. Þar bað hún um að sér yrði
fylgt til Rósu systur sinnar, sem
bjó í Waterloo. Þar hvíldi hún
sig í nokkra daga og hvarf svo-
aftur til elliheimilisins. Hún
kunni vel við sig meðal nunn-
anna þar og hafði í hyggju að
sækja um upptöku í reglu þeirra.
Á molluheitum ágústdegi fékk
Emilie þrjú flogaveikisköst,,
hvert á eftir öðru. Ekki var þó
talin ástæða til að sækja lækni.
Morguninn eftir treysti hún
sér ekki til að koma til morg-
unverðar, og nokkrum stundum
síðar fannst hún látin í rúmi
sínu. Hún hafði kafnað í kodd-
anum í krampakasti.
Systurnar fjórar, sem eftir
lifðu, hurfu nú aftur að námi.
Anette dreymdi um að verða
píanóleikari, Marie ætlaði að
leggja fyrir sig háskólanám í
bókmenntasögu, og Yvonne og
Cecile hófu hjúkrunarnám. En
Marie snerist enn hugur; hún
ákvað að hætta við frekara nám
og vera um kyrrt hjá foreldr-
um sínum.
Myndin af hinum heimsfrægu
systrum er í dag allt önnur en
sú, sem Dafoe læknir dreymdi