Úrval - 01.10.1955, Síða 66
TjRVAL
64
um þegar þær voru litlar. Hann
hafði tekið ákaflega miklu ást-
fóstri við þær, og látið sér annt
um þær þau átta ár sem hann
stundaði þær. Stundum var
hann kallaður sjötti fimmbur-
inn. Til hins síðasta talaði hann
um þá von sína, að stúlkurnar
yrðu aldar upp eins og prinsess-
ur, er væru jafnheimavanar
meðal tignarfólks og alþýðu
manna. Þær áttu að vera boð-
berar góðvildar milli hárra og
lágra og strá um sig gleði og
hamingju, hvar sem þær fóru.
En framtíðardraumur Dafoes
var jafnóraunhæfur og ósk for-
eldranna um að halda systrun-
um lokuðum frá umheiminum
eftir að þær höfð.u í tíu ár ver-
ið fréttaefni og augnagaman
milljóna manna. f stað þess að
vera dáðar prinsessur eru þær
nú innhverfar, hlédrægar, ráð-
villtar og óhamingjusamar
stúlkur. Þær hafa ekki fengið
að njóta neins þess, sem konur
á þeirra aldri hafa reynt. Og
nú hafa þær allt í einu fengið
milljónir handa á milli.
Eðlilegast hefði verið, að þær
giftust og stofnuðu heimili. Móð-
ir þeirra, Elzire, giftist 16 ára.
En það klausturlíf sem þær hafa
lifað, hefur meinað þeim að kom-
ast í kynni við pilta á sínu reki.
Þær eru enn í dag feimnar við
alla ókunnuga, kunna ekki að
haga sér innan um fólk og vita
í rauninni ekkert hvernig lífinu
er lifað fyrir utan hinn innilok-
aða heim þeirra sjálfra.
Þær hafa ekki lengur til að
bera þann náttúrlega yndis-
þokka, sem þær áttu í svo rík-
um mæli sem börn. Þær eru að
vísu ekki eins feitar og þær
voru milli tektar og tvítugs, en
þær eru lágvaxnar og þybbnar,
með dökkjarpt hár, loðnar auga-
brýr og búlduleit andlit. Þær
hafa farið á mis við allar svo-
nefndar veraldlegar skemmtan-
ir. Þær kunna að vísu að dansa,
en þær hafa aldrei komið út á
dansgólf með öðrum en stall-
systrum sínum í skóla.
Oliva faðir þeirra hefur að
mestu sigrast á beiskjunni út
af deilunum um fimmburana
þegar þeir voru börn, en hann
er enn þeirrar skoðunar, að Da-
foe eigi sökina á því, að fram-
tíð stúlknanna varð önnur en
hann hafði vænzt.
,,Ég get ekki sagt að allt
hafi farið eins og ég gerði mér
vonir um þegar þær fæddust,“
segir hann. „Það var alltaf ósk
mín, að náið samband væri milli
þeirra og annarra í fjölskyld-
unni, en sú gjá sem skapaðist
milli þeirra og hinna systkin-
anna hefur aldrei lokazt að
fullu.“
Sama er við hvern talað er af
þeim, sem einhvern tíma höfðu
náin kynni af fimmburunum,
það leyna sér ekki vonbrigðin
og áhyggjurnar út af framtíð
þeirra.
Móðir þeirra, Elzire Dionne,
er að heita má algerlega óþekkt.
Hún er feimin og hlédræg og