Úrval - 01.10.1955, Síða 66

Úrval - 01.10.1955, Síða 66
TjRVAL 64 um þegar þær voru litlar. Hann hafði tekið ákaflega miklu ást- fóstri við þær, og látið sér annt um þær þau átta ár sem hann stundaði þær. Stundum var hann kallaður sjötti fimmbur- inn. Til hins síðasta talaði hann um þá von sína, að stúlkurnar yrðu aldar upp eins og prinsess- ur, er væru jafnheimavanar meðal tignarfólks og alþýðu manna. Þær áttu að vera boð- berar góðvildar milli hárra og lágra og strá um sig gleði og hamingju, hvar sem þær fóru. En framtíðardraumur Dafoes var jafnóraunhæfur og ósk for- eldranna um að halda systrun- um lokuðum frá umheiminum eftir að þær höfð.u í tíu ár ver- ið fréttaefni og augnagaman milljóna manna. f stað þess að vera dáðar prinsessur eru þær nú innhverfar, hlédrægar, ráð- villtar og óhamingjusamar stúlkur. Þær hafa ekki fengið að njóta neins þess, sem konur á þeirra aldri hafa reynt. Og nú hafa þær allt í einu fengið milljónir handa á milli. Eðlilegast hefði verið, að þær giftust og stofnuðu heimili. Móð- ir þeirra, Elzire, giftist 16 ára. En það klausturlíf sem þær hafa lifað, hefur meinað þeim að kom- ast í kynni við pilta á sínu reki. Þær eru enn í dag feimnar við alla ókunnuga, kunna ekki að haga sér innan um fólk og vita í rauninni ekkert hvernig lífinu er lifað fyrir utan hinn innilok- aða heim þeirra sjálfra. Þær hafa ekki lengur til að bera þann náttúrlega yndis- þokka, sem þær áttu í svo rík- um mæli sem börn. Þær eru að vísu ekki eins feitar og þær voru milli tektar og tvítugs, en þær eru lágvaxnar og þybbnar, með dökkjarpt hár, loðnar auga- brýr og búlduleit andlit. Þær hafa farið á mis við allar svo- nefndar veraldlegar skemmtan- ir. Þær kunna að vísu að dansa, en þær hafa aldrei komið út á dansgólf með öðrum en stall- systrum sínum í skóla. Oliva faðir þeirra hefur að mestu sigrast á beiskjunni út af deilunum um fimmburana þegar þeir voru börn, en hann er enn þeirrar skoðunar, að Da- foe eigi sökina á því, að fram- tíð stúlknanna varð önnur en hann hafði vænzt. ,,Ég get ekki sagt að allt hafi farið eins og ég gerði mér vonir um þegar þær fæddust,“ segir hann. „Það var alltaf ósk mín, að náið samband væri milli þeirra og annarra í fjölskyld- unni, en sú gjá sem skapaðist milli þeirra og hinna systkin- anna hefur aldrei lokazt að fullu.“ Sama er við hvern talað er af þeim, sem einhvern tíma höfðu náin kynni af fimmburunum, það leyna sér ekki vonbrigðin og áhyggjurnar út af framtíð þeirra. Móðir þeirra, Elzire Dionne, er að heita má algerlega óþekkt. Hún er feimin og hlédræg og
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.