Úrval - 01.10.1955, Page 70

Úrval - 01.10.1955, Page 70
€8 ÚRVAL in rann af stað aftur. „Það er langur stigi upp á götuna og engin lyfta. Treystið þér yður til að ganga upp?“ „Það má guð vita“ sagði hann. „En ég verð að reyna.“ Hann var nú sannfærður um að hann mundi deyja. Einhvernveginn tókst honum, með hjálp bremsumannsins, að komast upp. Þar hallaði hann sér upp að vegg, en bremsu- maðurinn fór út á götuna til að stöðva bíl. Eftir fimm mín- útur eða svo — atburðarásin er honum ekki lengur glögg í minni — kom lögreglubíll. Hann man eftir að hann gekk hægt út að bílnum, og því næst hóf- ust að því er honum virtist endalausar spurningar. Hann varð að sýna skilríki sín og bollalagt var um það, hvort hann væri móðurssýkissjúkling- ur eða ofdrykkjumaður. Lög- regluþjónninn skrifaði nafn hans og fór sér að engu óðslega. Hann man að hann sagði: „Getið þér ekki gert svo vel að útvega mér sjúkrabíl ?“ En lög- reglumaðurinn anzaði honum ekki og hélt áfram að rýna í skilríkin. „Ég þarf að gera konunni minni viðvart,“ sagði hann. „Já, já,“ sagði lögreglumað- urinn. „Heyrið þér, getið þér ekki ekið mér á spítalann?“ „Gott og vel,“ sagði lögreglu- þjónninn. „Farið upp í bílinn.“ Bíllinn ók af stað og bremsu- maðurinn stóð eftir á götunni. Fimm mínútum síðar var hann kominn í slysastofu Ford- hamsjúkrahússins í umsjá kven- læknis. Hún setti hlustpípuna á brjóst honum, leit á hann hálf- luktum augum og stakk lítilli pillu undir tungurót hans. Því næst stakk hún morfínsprautu í vinstra læri hans. Tveir hjúkr- unarmenn hjálpuðu til að koma honum á sjúkravagn, færðu hann úr fötunum og lögðu hann í rúm í sjúkrastofu. Klukkan var nú níu og tveir tímar liðnir síð- an hann fann fyrst til verkj- arins. Áhrif morfínsins sögðu fljótt til sín. Áður en hálftími var lið- inn hafði sigið á hann mók, verkurinn var að mestu horf- inn og hann hefði hæglega get- að sofnað. En hann átti von á því bráðlega að sjá konu sína og heimilislækni koma inn um dyrnar, og hann vildi vera við fulla meðvitund þegar þau kæmu. Um klukkan hálftíu kom læknir og hlustaði hjarta hans í eina mínútu eða svo. Að því loknu sagði hann hljómlausri röddu: „Kransæðastífla.“ Hann hafði aftur yfir Faðir- vorið ... Hann hafði ekki augun af dyr- unum, sem hann bjóst við að sjá konu sína og lækni koma inn um á hverri mínútu. Hann starði á dyrnar alla nóttina; stund og stund seig á hann mók,
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.