Úrval - 01.10.1955, Page 70
€8
ÚRVAL
in rann af stað aftur. „Það er
langur stigi upp á götuna og
engin lyfta. Treystið þér yður
til að ganga upp?“
„Það má guð vita“ sagði hann.
„En ég verð að reyna.“ Hann
var nú sannfærður um að hann
mundi deyja.
Einhvernveginn tókst honum,
með hjálp bremsumannsins,
að komast upp. Þar hallaði hann
sér upp að vegg, en bremsu-
maðurinn fór út á götuna til
að stöðva bíl. Eftir fimm mín-
útur eða svo — atburðarásin
er honum ekki lengur glögg í
minni — kom lögreglubíll. Hann
man eftir að hann gekk hægt
út að bílnum, og því næst hóf-
ust að því er honum virtist
endalausar spurningar. Hann
varð að sýna skilríki sín og
bollalagt var um það, hvort
hann væri móðurssýkissjúkling-
ur eða ofdrykkjumaður. Lög-
regluþjónninn skrifaði nafn
hans og fór sér að engu óðslega.
Hann man að hann sagði:
„Getið þér ekki gert svo vel að
útvega mér sjúkrabíl ?“ En lög-
reglumaðurinn anzaði honum
ekki og hélt áfram að rýna í
skilríkin.
„Ég þarf að gera konunni
minni viðvart,“ sagði hann.
„Já, já,“ sagði lögreglumað-
urinn.
„Heyrið þér, getið þér ekki
ekið mér á spítalann?“
„Gott og vel,“ sagði lögreglu-
þjónninn. „Farið upp í bílinn.“
Bíllinn ók af stað og bremsu-
maðurinn stóð eftir á götunni.
Fimm mínútum síðar var
hann kominn í slysastofu Ford-
hamsjúkrahússins í umsjá kven-
læknis. Hún setti hlustpípuna á
brjóst honum, leit á hann hálf-
luktum augum og stakk lítilli
pillu undir tungurót hans. Því
næst stakk hún morfínsprautu í
vinstra læri hans. Tveir hjúkr-
unarmenn hjálpuðu til að koma
honum á sjúkravagn, færðu
hann úr fötunum og lögðu hann
í rúm í sjúkrastofu. Klukkan var
nú níu og tveir tímar liðnir síð-
an hann fann fyrst til verkj-
arins.
Áhrif morfínsins sögðu fljótt
til sín. Áður en hálftími var lið-
inn hafði sigið á hann mók,
verkurinn var að mestu horf-
inn og hann hefði hæglega get-
að sofnað. En hann átti von á
því bráðlega að sjá konu sína
og heimilislækni koma inn um
dyrnar, og hann vildi vera við
fulla meðvitund þegar þau
kæmu.
Um klukkan hálftíu kom
læknir og hlustaði hjarta hans
í eina mínútu eða svo. Að því
loknu sagði hann hljómlausri
röddu: „Kransæðastífla.“
Hann hafði aftur yfir Faðir-
vorið ...
Hann hafði ekki augun af dyr-
unum, sem hann bjóst við að
sjá konu sína og lækni koma
inn um á hverri mínútu. Hann
starði á dyrnar alla nóttina;
stund og stund seig á hann mók,