Úrval - 01.10.1955, Side 101
Tuttugu og sex mem og ein stólka.
S a g a
eftir Maxim Gorki.
YIÐ vorum tuttugu og sex —
tuttugu og sex lifandi vél-
ar, lokaðar niðri í rökum kjall-
ara, þar sem við hnoðuðum
hagldabrauð og tvíbökur frá
morgni til kvölds.
Gluggar kjallarans vissu út
í þró, sem grafin var niður í
jörðina fyrir framan þá og hlað-
ið í múrsteinum, sem orðnir
voru grænir af sagga. Fyrir
gluggana að utan var girt með
þéttriðnu vírneti, og sólarljósið
stanzaði á mjölrykinu á rúðun-
um og komst ekki lengra. Hús-
bóndi okkar hafði slegið járni
fyrir gluggana, svo við gætum
ekki stungið brauðbita að betl-
urunum eða þeim af félögum
okkar, sem gengu atvinnulausir
og sultu. Húsbóndi okkar kallaði
okkur óþjóðalýð og gaf okkur
úldið innmeti í miðdegisverð í
staðinn fyrir kjöt.
Það var bæði heitt og þröngt
þarna í steinkistunni, undir lágu,
þrúgandi lofti, svörtu af sóti og
húsaskúmi. Okkur varð ómótt
og þungt fyrir brjósti innan
þessara þykku veggja, sem voru
flekkóttir af skít og myglu . . .
Við fórum á fætur klukkan
fimm á morgnana, óútsofnir,
sljóir og kærulausir, og strax
klukkan sex vorum við seztir
við borðið og farnir að hnoða
hagldabrauðið úr deiginu sem
félagar okkar höfðu hrært á
meðan við sváfum.
Allan daginn, fram til klukk-
an tíu á kvöldin, sátum við á
sama stað við borðið, eltum til
f jaðurmagnað deigið með hönd-
unum og rorruðum fram og aft-
ur til að stirðna ekki upp —•
á meðan aðrir úr hópnum
bleyttu í því með vatni. Og all-
an daginn kraumaði þunglyndis-
lega í katlinum, þar sem brauð-
in voru soðin; skófla bakarans
glumdi snöggt og illskulega í
opinu á bökunarofninum, þegar
hann mokaði deigbitum, gljá-
andi úr suðunni, inn yfir brenn-
heita tígulsteinana. í eldhólfinu
var brennt viðarbútum frá
morgni til kvolds, og bjarminn
af eldinum skalf á veggnum á
móti eins og hann væri að hlæja
að okkur, þöglum, dillandi hlátri.
Ofnferlíkið minnti á vanskap-
aðan haus á sagnaskrímsli, sem
reis til hálfs upp úr gólfinu með
ginið fullt af glóandi eldi, blés