Úrval - 01.10.1955, Side 101

Úrval - 01.10.1955, Side 101
Tuttugu og sex mem og ein stólka. S a g a eftir Maxim Gorki. YIÐ vorum tuttugu og sex — tuttugu og sex lifandi vél- ar, lokaðar niðri í rökum kjall- ara, þar sem við hnoðuðum hagldabrauð og tvíbökur frá morgni til kvölds. Gluggar kjallarans vissu út í þró, sem grafin var niður í jörðina fyrir framan þá og hlað- ið í múrsteinum, sem orðnir voru grænir af sagga. Fyrir gluggana að utan var girt með þéttriðnu vírneti, og sólarljósið stanzaði á mjölrykinu á rúðun- um og komst ekki lengra. Hús- bóndi okkar hafði slegið járni fyrir gluggana, svo við gætum ekki stungið brauðbita að betl- urunum eða þeim af félögum okkar, sem gengu atvinnulausir og sultu. Húsbóndi okkar kallaði okkur óþjóðalýð og gaf okkur úldið innmeti í miðdegisverð í staðinn fyrir kjöt. Það var bæði heitt og þröngt þarna í steinkistunni, undir lágu, þrúgandi lofti, svörtu af sóti og húsaskúmi. Okkur varð ómótt og þungt fyrir brjósti innan þessara þykku veggja, sem voru flekkóttir af skít og myglu . . . Við fórum á fætur klukkan fimm á morgnana, óútsofnir, sljóir og kærulausir, og strax klukkan sex vorum við seztir við borðið og farnir að hnoða hagldabrauðið úr deiginu sem félagar okkar höfðu hrært á meðan við sváfum. Allan daginn, fram til klukk- an tíu á kvöldin, sátum við á sama stað við borðið, eltum til f jaðurmagnað deigið með hönd- unum og rorruðum fram og aft- ur til að stirðna ekki upp —• á meðan aðrir úr hópnum bleyttu í því með vatni. Og all- an daginn kraumaði þunglyndis- lega í katlinum, þar sem brauð- in voru soðin; skófla bakarans glumdi snöggt og illskulega í opinu á bökunarofninum, þegar hann mokaði deigbitum, gljá- andi úr suðunni, inn yfir brenn- heita tígulsteinana. í eldhólfinu var brennt viðarbútum frá morgni til kvolds, og bjarminn af eldinum skalf á veggnum á móti eins og hann væri að hlæja að okkur, þöglum, dillandi hlátri. Ofnferlíkið minnti á vanskap- aðan haus á sagnaskrímsli, sem reis til hálfs upp úr gólfinu með ginið fullt af glóandi eldi, blés
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.