Úrval - 01.10.1955, Síða 111

Úrval - 01.10.1955, Síða 111
TUTTUGU OG SEX MENN OG EXN STÚLKA 109 inn glumdi kjallarinn af heitum og háværum samræðum. Einhver kallaði: — Það er ljótur leikur, sem þú hefur komið af stað, Pavel! — Hugsaðu um það, sem þú átt að gera! hreytti hann úr sér. Við fundum á okkur, að við höfðum komið við auman blett á hermanninum, og að hætta vofði yfir Tönju. Við fundum þetta á okkur, en jafnframt brunnum við af einkennilegri forvitni, sem hafði þægileg á- hrif á okkur. Hvernig myndi þessu lykta? Mundi Tanja halda velli fyrir hermanninum ? Og næstum allir hrópuðum við með sannfæringu: — Hún Tanja? Hann fer aldrei langt með hana! Tönju tekur enginn með berum hönd- unum! Við fengum óstjórnlega löng- un til að reyna þetta átrúnaðar- goð okkar, og við gerðum allt til að telja hver öðrum trú um, að átrúnaðargoðið væri öruggt á stalli sínum og myndi bera sigur af hólmi í þessari viðui'- eign. Að lokum fór okkur að finnast að við hefðum ekki gert nóg að því að egna hermann- inn, að hann kynni kannski að gleyma heitingunum, og að við þyrftum að ganga lengra í því að særa hégómagirnd hans. Upp frá þessum degi lifðum við í stöðugum taugaæsingi, sem við höfðum ekki fundið til fyrr. Við rifumst og skömmuðumst heila og hálfa dagana, það var eins og við værum allt í einu orðnir gáfaðri, og við töluðum meira og okkur mæltist betur en áður.Okkur var innan brjósts eins og við ættum í tafli við sjálfan djöfulinn og tefldum við hann um — Tönju. Og þegar við komumst að því hjá bökur- unum hinum megin, að hermað- urinn væri farinn að gera sínar hosur grænar fyrir dýrlingnum okkar, greip okkur einhver þægilegur æsingarhrollur, og við fylltumst svo miklum áhuga á lífinu, að við tókum ekki einu sinni eftir því, að húsbóndi okk- ar notfærði sér það, hvað við vorum vel vakandi og bætti við okkur meir en fimm hundruð kílóum af deigi á sólarhring til að hnoða úr. Það var eins og við fyndum ekki lengur til þreytu. Nafn Tönju hvarf ekki af vörum okk- ar allan daginn, og á hverjum morgni biðum við hennar með sérstakri óþreyju. Stundum gerðum við okkur í hugarlund að hún kæmi til okkar — og að þá mundi það ekki vera sú Tanja, sem við þekktum — held- ur einhver allt önnur. Samt sem áður sögðum við henni ekki frá deilunni við her- manninn, spurðum hana einskis og vorum henni góðir og við- mótsþýðir eins og áður. En strax í þessu viðmóti okkar duldist eitthvað nýtt og fram- andi, sem ekkert átti skylt við okkar fyrri tilfinningar í hennar garð, og þetta nýja var egg-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.