Úrval - 01.10.1955, Qupperneq 113

Úrval - 01.10.1955, Qupperneq 113
TUTTUGU OG SEX MENN OG EIN STÚLKA 111 tókum til vinnunnar með hang- andi hendi. Loks rauf einhver þögnina og sagði: — Það gæti nú samt sem áður verið að . . . — Blaður! hrópaði bakarinn. Við vissum allir, að hann var skynsamur maður, skynsamari en við hinir, og hróp hans skild- um við þannig, að hann væri sannfærður um sigur hermanns- ins . . . Okkur varð órótt og þungt í skapi . . . í matmálstímanum, klukkan tólf, kom hermaðurinn. Hann var eins og jafnan fyrr hreinn og uppstrokinn og horfði beint framan í okkur, eins og hann var vanur. En þessi návist hans var okkur hvimleið. — Jæja, heiðursmenn, viljið þið að ég sýni ykkur hermann- legan hetjudug? sagði hann og hló gleiðgosalega, — þá skuluð þið ganga út í bíslagið og kíkja gegnum rifurnar . . . skiljið þið ? Við þyrptumst fram fyrir og tróðumst að rifunum milli fjal- anna þeim megin, sem sneri að húsagarðinum. Biðin var ekki löng. Brátt sáum við Tönju hraða sér yfir garðinn. Hún stikaði einbeitt á svip yfir krapablárnar og forarpollana og hvarf inn í geymslukjallarann. Skömmu seinna kom hermaður- inn og stefndi í sömu átt. Hann lallaði í hægðum sínu.u með hendurnar í vösum, blístraði og bretti grönum . . . Það rigndi og við horfðum á hvernig droparnir féllu í pollana og gáruðu þá án afláts. Þetta var hráslagalegur og muggugrár dagur — ákaflega leiðinlegur dagur. Það var enn- þá snjór á húsaþökunum, en á jörðu niðri voru dökkir aur- blettir farnir að gægjast upp úr fönninni. Snjórinn á þökunum var mórauður af óhreinindum. Regnið féll hægt og seint með þunglyndislegum niði. Okkur varð kalt og leið illa, þar sem við biðum . . . Hermaðurinn kom fyrst út úr kjallarageymsl- unni; hann gekk í hægðum sín- um yfir garðinn, bretti grönum og gróf hendurnar í vösunum eins og áður. Þar á eftir — kom Tanja. Augu hennar . . . augu hennar ljómuðu af gleði og hamingju og bros lék um varirnar. Hún gekk eins og í draumi, óákveðið og reikandi . . . Þá var okkur nóg boðið. Allir í einu þustum við á dyr, hent- umst út í garðinn og tókum til að blístra á hana og senda henni tóninn, illkvitnir, háværir, villt- ir. Það fór um hana hrollur, þegar hún sá okkur, og hún stóð eins og steinrunnin í eðj- unni. Við umkringdum hana hlakkandi og jusum yfir hana hemjulausum ókvæðisorðum og klámi. Þetta gerðum við ailt saman hávaðalaust, og án þess að flýta okkur, því við sáum að henni var hvergi undankomu auðið, sáum að hún var umkringd og að við gátum gert við hana, hvað sem okkur sýndist. Ég veit
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Úrval

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.