Úrval - 01.10.1955, Side 114
112
ÚRVAL
ekki, hvað aftraði okkur frá því
að leggja á hana hendur. Hún
stóð mitt á meðal okkar og leit
ýmist í þessa átt eða hina, á
meðan við létum svívirðingarn-
ar dynja á henni. Og við gerð-
urnst æ ákafari og sóðalegri og
eitraðri í því, sem við sögðum.
Hún var orðin náföl. Ljósblá
augun,sem ljómuðu fyrir augna-
bliki síðan, störðu á okkur gal-
opin, brjóstið gekk í bylgjum og
varirnar skulfu.
En við, sem umkringdum
hana, vorum að koma fram á
henni hefndum, því hún hafði
rænt okkur. Hún hafði tilheyrt
okkur, og við höfðum sóað í
hana því bezta, sem við áttum,
og jafnvel þótt þetta „bezta“
væri ekki annað en brauðmolar
betlara, þá vorum við þó tutt-
ugu og sex, en hún ekki nema
ein, og þessvegna gat hefnd okk-
ar aldrei orðið eins grimm og
hún átti skilið! Hvernig við út-
húðuðum henni! . . . Hún þagði
allan tímann, horfði á okkur
ráðvilltum augum og skalf eins
og hrísla. Við hlógum, æptum
og görguðum . . . Það dreif að
fólk úr nágrenninu . . . Einhver
okkar kippti í blússuermina
hcnnar . . .
Allt í einu skutu augu hennar
gneistum; hún lyfti hendinni ró-
lega og sagði hátt og skýrt upp
í opið geðið á okkur, um leið
og hún lagaði á sér hárið:
— Ó, þið vesalings tugthús-
limir . . .
Síðan gekk hún beint á okk-
ur, frjálsleg og örugg, eins og
við stæðum alls ekki frammi
fyrir henni eða hindruðum hana
í að komast leiðar sinnar. Þess
vegna gerði heldur enginn okkar
neina. tilraun til að aftra henni.
Og þegar hún var sloppin út
úr hringnum, sagði hún aftur
hátt, með sömu fyrirlitningunni
og sama stoltinu, og án þess
að virða okkur viðlits:
— Ó, þið, þessi skríll! . . .
þessir rón-ar!
Og — þarna gekk hún í
burtu, hnarreist, falleg og stolt.
En við stóðum eftir í húsa-
garðinum, í aurnum og bleyt-
unni, undir gráum, sólarlausum
himni . . .
Loks héldum við líka af stað
og hurfum þegjandi niður í röku
steingröfina, þar sem við unn-
um. Eins og áður leit sólin aldr-
ei inn til okkar, og Tanja kom
ekki framar! . . .
G. K. þýddi.
J/ Jþ 1A J Ritstjóri: Gísli Ölafsson, Leifsgötu 16. Af-
VJ.il V jTÍ Aj greiðsla Tjarnargötu 4, pósthólf 365, Reykjavík.
Kémur út átta sinnum á ári. Verð kr. 12,50 livert hefti i lausasölu.
Áskriftarverð 85 kr. á ári. Utanáskrift tímaritsins er: Úrval, póst-
hólf 365, Reykjavík.
ÚTGEPANDI: STEINDÓRSPRENT H. F.