Úrval - 01.04.1956, Blaðsíða 25
<ireinarhöfundur bregður upp ofagurri
mynd af einu fyrirbrigði í
menningu nútímans.
Flasmœlgi og forvitni.
Grein úr „Die Auslese“,
eftir Horst Kriiger.
SJÚKLEG árátta ásækir nú-
tímamanninn í síauknum mæli,
hún er hinn mikli löstur vorra
tíma og lætur sín getið í einka-
lífi manna jafnt og opinberu lífi,
í blaðaútgáfu jafnt og bók-
menntum og kvikmyndum. Ár-
átta þessi er falsmœlgi — köll-
uð á útlendu máli indiskretion.
1 einkalífi manna er hún óá-
þreifanleg og gengur um hljóð-
lausum skrefum, hjúpuð nafn-
lausri skikkju gróusögunnar. En
á opinberum vettvangi, í blöð-
um, kvikmyndum og bókmennt-
um er hún í hæsta máta áþreif-
anleg. Hún tekur sér stöðu mitt
í skjannabirtu sviðljósanna, hún
gortar af leyndarmálum sínum,
gefur fyrirheit um afhjúpun ó-
heyrilegra verka. Flasmælgin er
orðinn einn helzti söluvarningur
nútímans, því að hvað æsir
meira kauplöngunina en hið
leyndardómsfulla, það sem
hvergi hefur verið opinberað,
launungarmál, sem ráðsnjall og
reyndur fréttamaður clregur
fram í dagsljósið?
Flasmælgin blasir við augum
strax í fyrirsögnunum. Ævisög-
ur eru ekki lengur auglýstar
undir skynsamlegum, blátt á-
fram nöfnum, heldur verða að
gefa fyrirheit um miklar upp-
ljóstanir: ,,Ég leyni engu!“ eða
„Ég játa allt!“ — og því mið-
ur verður að segja, að manni
er ekki hlíft við neinu. — Les-
andinn væntir að finna í þess-
um opinberu skriftum, sem eru
eftirsótt efni myndskreyttra
blaða og tímarita, æsandi frá-
sagnir af hneykslum, og leynd-
ustu beðmálum tignarfólks, en
gerir sig þó ánægðan, ef einhver
kvikmyndadís leiðir hann við
hlið sér upp á tind frægðarinn-
ar og lofar honum á leiðinni að
gægjast inn í hálfopna sam-
kvæmissali liðinna tíma og
hlusta á það sem þar er talað
og hvíslað.
Heil iðngrein lifir nú blómlegu
lífi á þessari afhjúpunar- og
játningarþörf fallinna stór-
menna. Fyrrverandi stjórnmála-
menn, einkaritarar og embættis-
menn verða endilega að fræða
undrandi meðbræður sína um
það hvernig allt var í raun og
veru — og jafnvel diplómatafrú,
sem áratugum saman hefur
stundað síðdegisboð af stakri