Úrval - 01.04.1956, Blaðsíða 14
12
ÚRVAL
menn hafi enn skilið það; þó
er þetta sannleikur, sem skiptir
óendanlega miklu máli fyrir
þann eiginmann, sem kunna vill
listina að lifa í hjónabandi.
Ég hef lýst því hér að fram-
an, hvernig skilningsskortur
mannsins getur orðið þess vald-
andi, að hann bregðist konu
sinni. Nú er röðin komin að
konunum; því að þær geta vissu-
lega einnig brugðizt mönnum
sínum. Sökum þess, hve þörf
mannsins á fullnægingu í kyn-
lífi sínu er mikil, einföld og
útúrdúralaus, verður hann bæði
sár og undrandi, sé hann svift-
ur henni. Fullvissi konan hann
eigi að síður um, að hún elski
hann, veit hann ekki hvað hann
á að halda. Hvernig getur hún
sagt þetta þegar hún lætur hjá
líða að sýna það í verki? Hann
hlýtur að gruna hana um hræsni
og undirhyggju. Er frá líður,
geta særðar tilfinningar hans
breytzt í óvild. Ástin, sem hann
eitt sinn bar til konu sinnar,
getur jafnvel breytzt í hatur.
Hafa ber hugfast, að ástar-
kennd í brjósti mannsins er ekki
óbreytt ástand, mjúkur beður
sem hann hvílir á, heldur tilfinn-
ing, sem leitar sér fullnægingar.
Ef honum er neitað um þá full-
nægingu, þá verður kyrrstaða
í tilfinningalífi hans. Ástarorð
og blíðuatlot — hvernig getur
hann boðið þessi minniháttar
tákn, þegar hin æðsta tjáning,
sem þau tákna, er honum fyrir-
munUð ?
Kona, sem skilur þetta ekki,
getur hæglega leitt hjónabandið
inn í vítahring, sem að lokum
endar í hruni. Og hún mun ekki
finna skilning á því í eigin
reynslu — því aö á þessu sviöi
er hún óltk manninum. Ég man
eftir ungri konu, sem keyrt
hafði hjónaband sitt í slíkan
vítahring. Hún hafði firrzt við
holdlegum ,,kröfum“ manns
síns, ■—- vegna þess að henni
fannst hann vanrækja sig á öðr-
um sviðum. Viðbrögð hennar
voru þessi: „Án ástar — ekk-
ert kynlíf!“ Frá sjónarmiði
hennar var þetta rökrétt að far-
ið. En afleiðingin varð auðvitað
sú, að sambúðin fór síversn-
andi, unz úr varð fullur fjand-
skapur.
Það sem hún hafði ekki gert
sér grein fyrir var, að með því
að draga sig þannig í inn í skel
sína, varpaði hún frá sér því
helzta, sem glætt gat ást hans
og umhyggju. Ég á ekki við,
að hin rétta aðferð hennar hefði
verið að gefast upp mótþróa-
laust. Alls ekki. Framkoma hans
var ekki rétt — en fyrst og
fremst vegna þess að hann hafði
ekki gert sér grein fyrir hve
rík þörf hennar var fyrir ástúð
og umhyggju. Hið eina, sem
hér þurfti að gera var, að þau
gætu sagt hvort öðru hug sinn
allan. Eftir að því hafði verið
komið í kring, féll allt í ljúfa
löð.
Þetta er engan veginn fátítt.
Lausnin er í rauninni ósköp ein-