Úrval - 01.04.1956, Blaðsíða 35
AFREK UNNIN Á SJÚKRABEÐI
33
hjálplega. Þetta fólk hafði óbeit
á fersku lofti, fyrirleit hvers-
konar líkamsáreynslu, og lá ár-
um saman á legubekk flestar
vökustundir sínar, eða jafnvel
í rúminu.
Tökum sem dæmi tvær konur
og einn karlmann, sem uppi
voru á nítjándu öld og fræg eru
í sögunni: Elísabet Barrett
Browning, sem orti betri Ijóð
en nokkur önnur kona, sem ort
hefur á enska tungu; Florence
Nightingale, sem lagði grund-
völlinn að nútímahjúkrun
sjúkra; Charles Darwin, höf-
und þróunarkenningarinnar og
einn af mestu vísindamönn-
um Bretlands. Við skulum
athuga lítillega, hvernig þessir
sannkölluðu afreksmenn kusu
að lifa lífi sínu.
Lítum fyrst andartak inn í
herbergi Elísabetar Barretts,
herbergið sem hún hafðist við
í þrjá-fjórðu hluta ævinnar. Úti
er sólskin, en í herbergi Elísa-
betar er rökkur. Dökkt glugga-
tjald er dregið niður fyrir hálf-
an gluggann og vafningsviður-
inn, sem teygir sig upp eftir rúð-
unum dregur enn frekar úr birt-
unni. Elísabet kysi helzt, segir
hún, að vafningsviðurinn byrgði
sér alla útsýn. Hin nafnkunna
skáldkona liggur á sófa með
púða og sjöl allt í kringum sig
með loðhundinn Flush við fæt-
ur sér. Loftið í herberginu er
óbærilega þungt. Frá október
fram í maí eru gluggarnir ekki
aðeins harðlokaðir, heldur er
límt yfir fölsin með brúnum
pappírsræmum, svo að ekki
komist minnsti andblær af
fersku lofti inn í herbergið. Sóp.
ur eða klútur má ekki sjást í
herbergi hennar sjö eða átta.
mánuði ársins, rykið þekur allt
eins og hvítur sandur, og mað-
ur verður að stíga varlega nið-
ur fæti, ef maður vill ekki koma
af stað minniháttar eyðimerk-
ur sandstormi. Kóngulær, segir
Elísabet, verða heimilisvanar
eins og húsdýr, og Flush varast
að skríða undir rúmið vegna
kónguglóarvefjanna, sem þar
eru. Þögnin er alger. Hæstu
hljóðin eru skrjáfið í penna El-
ísabetar, hjartsláttur hennar,
andardráttur Flush. Tíminn er
ekki lengur til: hún braut úrið
sitt — var það í fyrra eða hitt-
eðfyrra? — hún veit ekki hvað
tímanum líður, hún veit ekki
hvaða dagur er; þegar hún
skrifar bréf, veit hún ekki einu
sinni hvaða ártal hún á að setja
á það.
Hún heldur hún sé með mænu-
sjúkdóm, en læknar hafa ekki
fundið neitt að henni. Þetta er
árið 1845; árið 1846, eftir tæpt
ár, mun hún rísa upp af legu-
bekk sínum, hlaupast á brott
með Robert Browning, lifa ham-
ingjusömu hjónabandslífi suður
á Ítalíu og eignast hraustan son.
Elísabet Barrett var að vísu
skáld, og skáld eru ekki eins
og annað fólk. Vel getur verið,
að hún hafi þurft að losna und-
an oki tímans, að þögnin, rykið,