Úrval - 01.04.1956, Blaðsíða 12

Úrval - 01.04.1956, Blaðsíða 12
10 ÚRVAL í hjónábandið er komið. Þegar maðurinn hefur unnið konuna í þeim skilningi að hann hefur fengið hana fyrir konu, heldur hann kannski, að nú sé öllu kjassi og ástarhjali lokið og að héðan í frá sé hún hans, alltaf reiðubúin þegar hann lystir. Þetta hefur tvennskonar á- hrif. Forleikur ástai’lífsins verð- ur eins stuttur og unnt er að komast af með og öllum „útúr- dúrum“ sleppt. Samtímis verður samlíf hjónanna að venjubundn- um skylduathöfnum, sem rækt- ar eru af trúmennsku en án nokkurrar hrifningar eða hug- kvæmni. Margir menn gera sér ekki 1 jóst, að neitt sé athugavert við þetta. Sé slíkur maður spurður hvort hann elski enn konuna sína, svarar hann undir eins að auð- vitað elski hann hana enn. Ef hann væri beðinn að færa sönn- ur á það, mundi hann benda á, að hann hafi kosið að lifa áfram með konu sinni, þó að hann hafi átt kost á mörgum falleg- um konum; að hann leggi hart að sér til þess að búa henni fallegt heimili, og varist að gera það, sem hann viti að sé henni á móti skapi. Hvers geti kona krafizt frekar? Mál er nú kannski að athuga hvað það er sem konan raun- verulega vill. Viðhorf hennar til hjónabandsins er annað. Eins og allt sem henni viðkemur, er það margslungnara. Ég vil þó gerast svo djarfur að fullyrða, að það sem einkum knýr konuna til að giftast, sé þörf hennar á öryggi og varanlegu ástar- sambandi. Þar í felst að sjálf- sögðu kynlífið; en fyrir konur almennt er það ekki jafnþýð- ingarmikið og fyrir karlmenn. Fyrir konuna er holdlegt sam- neyti aðeins hluti af öðru dýpra og víðfeðmara. Það felst í því fyrirheit um móðerni — sú hugsun er nátengd því í huga hverrar konu. En það er ekki fyrst og fremst þetta, sem ég á við. Mér var ofar í huga sú staðreynd, að kynlífsreynsla konunnar mótast nær eingöngu af því andrúms- lofti sem umlykur hana, því undirspili tilfinninganna sem fylgir henni. Ef allar aðstæður eru ekki eins og þær eiga að vera, missir reynslan gildi sitt, vekur jafnvel óbeit. Þetta er í samræmi við til- gang náttúrunnar. Kvenkynið þarf ekki svo mjög að hugsa um að eðlunin eigi sér stað. Hin- ar ráðríku hvatir karlkynsins sjá um það. En kvenkynið lætur sig varða afleiðingarnar. I mannheimi eru þær stofnun heimilis og barneign. Konan veit, að maður sem aðeins vill hafa af henni stundargaman, mun ekki hjálpa henni til að full- nægja kveneðli sínu. Hún vill fá þann mann, sem er reiðubú- inn að standa við hlið hennar og vernda hana með umhyggju og ástúð. Þessvegna þarfnast konan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.