Úrval - 01.04.1956, Blaðsíða 27

Úrval - 01.04.1956, Blaðsíða 27
FLASMÆLGI OG FORVITNI 25 nýjustu útgáfu hennar, sem ný- lega gat að líta í arnerísku sjón- varpi. Hún er enn umræðefni manna þar vestra. Amerískir sjónvarpsnotendur fengu með nokkuð sérstökum hætti að fylgjast með réttarrannsókn í máli tveggja nafntogaðra af- brotamanna. Hinir ákærðu höfðu neytt réttar síns og neit- að að láta. mynda andlit sín í réttinum. Fréttamanni sjón- varps hugkvæmdist þá það snjallræði að kvikmynda hend- ur og fætur afbrotamannanna, úr því að ekki mátti sýna andlit þeirra. í hart nær þrjá klukku- tíma horfði helmingur banda- rísku þjóðarinnar á stækkaða mynd af fjórum höndum, fjór- um þöglum glæpamannahönd- um, sem með ósjálfráðum hreyf- ingum sínum opnuðu áhorfend- um innsýn í heilan heim. Þetta var stórkostlegasta sjónvarps- dagskrá sem sézt hafði í Banda. ríkjunum, og það er augljóst hversvegna: það sem andlitið getur leynt, undir ströngum aga vilja og vitundar, birtist nakið og skýrt í ósjálfráðum og tján- ingarfullum hreyfingum hand- anna. Sérhver geðshræring tjáir sig umsvifalaust í þessum hreyf- ingum. Maðurinn afhjúpar sjálf- an sig án þess að vita það. Hér var líka eins og heil þjóð horfði rakleitt inn í sál, inn í dulvit- und, drauma-og hvatalíf tveggja manna — allt lá nakið og bert fyrir augum hennar. Hug- kvæmni fréttamannsins bar hér vissulega tilætlaðan árangur — þótt aðferðin væri valin í nafni mannúðar og nærgætni. Með öllu því, sem sagt hefur verið hér að framan, er þó ekki átt við, að vér eigum ekki að nefna hið illa sínu rétta nafni, og sannleikurinn eigi ekki að heita sannleikur. Þagmælska á ekkert skylt við leynd og yfir- hylmingu; hér er um að ræða smekk, nærgætni og almenna háttprýði. Úrslitum ræður ekki það sem sagt er eða sýnt, heldur hvernig það er sagt eða sýnt. Það sem mestu varðar, er hugarþelið, hvar takmörkin eru sett. Það eitt að ljúka upp leynihurðum einkalífsins, að róta í óþverran- um og viðbjóðinum, færir engan nær hinum sanna veruleika — í því felst einmitt fánýti og skaðsemi flasmælgisbókmennt- anna. Það er hliðstætt því ef vér hyggðumst rista mann á hol til þess að komast að því hvern mann hann hefði að geyma. Vér mundum að vísu sjá allskonar líffæri í skipuleg- um röðum, en um eðli hans og innræti værum vér jafnnær. Ekki verður maður heldur raun- verulegri við það að klæða hann úr hverri spjör. Þvert á móti: hann verður aðeins fánýtari. Flasmælgin leiðir oss aldrei í neinn sannleika. Sannleikann um heiminn og manninn finnum vér aðeins þar sem ástunduð er þagmælska og aðgát á nær- veru sálar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.