Úrval - 01.04.1956, Qupperneq 27
FLASMÆLGI OG FORVITNI
25
nýjustu útgáfu hennar, sem ný-
lega gat að líta í arnerísku sjón-
varpi. Hún er enn umræðefni
manna þar vestra. Amerískir
sjónvarpsnotendur fengu með
nokkuð sérstökum hætti að
fylgjast með réttarrannsókn í
máli tveggja nafntogaðra af-
brotamanna. Hinir ákærðu
höfðu neytt réttar síns og neit-
að að láta. mynda andlit sín í
réttinum. Fréttamanni sjón-
varps hugkvæmdist þá það
snjallræði að kvikmynda hend-
ur og fætur afbrotamannanna,
úr því að ekki mátti sýna andlit
þeirra. í hart nær þrjá klukku-
tíma horfði helmingur banda-
rísku þjóðarinnar á stækkaða
mynd af fjórum höndum, fjór-
um þöglum glæpamannahönd-
um, sem með ósjálfráðum hreyf-
ingum sínum opnuðu áhorfend-
um innsýn í heilan heim. Þetta
var stórkostlegasta sjónvarps-
dagskrá sem sézt hafði í Banda.
ríkjunum, og það er augljóst
hversvegna: það sem andlitið
getur leynt, undir ströngum aga
vilja og vitundar, birtist nakið
og skýrt í ósjálfráðum og tján-
ingarfullum hreyfingum hand-
anna. Sérhver geðshræring tjáir
sig umsvifalaust í þessum hreyf-
ingum. Maðurinn afhjúpar sjálf-
an sig án þess að vita það. Hér
var líka eins og heil þjóð horfði
rakleitt inn í sál, inn í dulvit-
und, drauma-og hvatalíf tveggja
manna — allt lá nakið og bert
fyrir augum hennar. Hug-
kvæmni fréttamannsins bar hér
vissulega tilætlaðan árangur —
þótt aðferðin væri valin í nafni
mannúðar og nærgætni.
Með öllu því, sem sagt hefur
verið hér að framan, er þó ekki
átt við, að vér eigum ekki að
nefna hið illa sínu rétta nafni,
og sannleikurinn eigi ekki að
heita sannleikur. Þagmælska á
ekkert skylt við leynd og yfir-
hylmingu; hér er um að ræða
smekk, nærgætni og almenna
háttprýði.
Úrslitum ræður ekki það sem
sagt er eða sýnt, heldur hvernig
það er sagt eða sýnt. Það sem
mestu varðar, er hugarþelið,
hvar takmörkin eru sett. Það
eitt að ljúka upp leynihurðum
einkalífsins, að róta í óþverran-
um og viðbjóðinum, færir engan
nær hinum sanna veruleika —
í því felst einmitt fánýti og
skaðsemi flasmælgisbókmennt-
anna. Það er hliðstætt því ef
vér hyggðumst rista mann á
hol til þess að komast að því
hvern mann hann hefði að
geyma. Vér mundum að vísu
sjá allskonar líffæri í skipuleg-
um röðum, en um eðli hans og
innræti værum vér jafnnær.
Ekki verður maður heldur raun-
verulegri við það að klæða hann
úr hverri spjör. Þvert á móti:
hann verður aðeins fánýtari.
Flasmælgin leiðir oss aldrei í
neinn sannleika. Sannleikann
um heiminn og manninn finnum
vér aðeins þar sem ástunduð er
þagmælska og aðgát á nær-
veru sálar.