Úrval - 01.04.1956, Blaðsíða 92

Úrval - 01.04.1956, Blaðsíða 92
90 ÚRVAL tilliti til barnanna. Þó getur það ekki talizt óskynsamlegt, að við leggjum okkar litla lóð á meta- skálarnar, ef það mætti verða til að auka örlítið líkurnar á þ>ví að við eignuðumst efnileg börn. P. B.: Ef allar aðstæður til getnaðar eru hinar ákjósanleg- nstu, getum við þá fullyrt, að gáfur, fegurð eða hæfileikar séu arf gengir ? J. R.: Þegar um er að ræða jafnmargbrotna eiginleika og þá sem skapa fegurð, gáfur eða hæfileika, er aldrei hægt að full- yrða neitt frá erfðafræðilegu sjónarmiði. Hvort foreldri um sig arfleiðir barn sitt að helm- ing erfðastofna sinna. Þessari grundvallarstaðreynd megum við ekki gleyma. Segja má, að þótt helmingur af erfðastofn- um mjög fallegs manns tengist helming erfðastofna mjög fal- legrar konu, geti afkvæmið orð- ið einstaklega ljótt. Og sama máli gegnir án efa um gáfur og hæfileika. Hið eina, sem við getum sagt með vissu er, að meirj líkur eru til þess að barn verði fallegt eða gáfað, ef báðir foreldrarnir eru fallegir eða gáf- aðir, heldur en ef þeir væru báðir ljótir og heimskir. Hér getur aldrei orðið um neina vissu að ræða, aðeins auknar líkur, og hve mikil sú aukning á líkum er, getum við heldur ekki sagt með neinni nákvæmni. Þér munið hverju Bernard Shaw svaraði dansmærinni ísa- dóru Duncan, þegar hún kvaðst vilja eignast barn með honum og bætti við: „Það yrði dásam- legt barn, sem hefði fegurð mína og gáfur yðar.“ Shaw var ekki á sama máli. „Hugsið þér yður,“ sagði hann, „ef barnið fengi feg- urð mína og gáfur yðar.“ Við getum aldrei verið viss í okkar sök nema þegar um er að ræða arfgengi einfaldra eig- inleika, sem háðir eru einum erfðastofni. Þessa erfðastofna köllum við ,,mendelska“, í höf- uðið á þýzka munkinum Men- del, sem talinn er höfundur erfðafræðinnar. Til dæmis get- um við verið viss um, að hjón sem bæði eru mjög ljóshærð, muni eignast ljóshærð börn. Blá- eyg hjón eignast líka áreiðan- lega bláeyg börn, og hjón sem bæði eru af O-blóðflokki, eign- ast börn af sama blóðflokki. P. B.: Teljið þér möguleika á því að rækta æðri mannteg- und á vísindalegan hátt? Eða koma þannig fyrir málum, að komið verði í veg fyrir þá sóun á snilligáfum mannkynsins, sem nú á sér stað? J. R.: Persónulega er ég þeirrar skoðunar, að með til- styrk sálfræðinnar munum við geta greint mjög snemma á ævi einstaklingsins, hvort hann er gæddur óvenjulegum gáfum — t. d. í stærðfræði — sem mundi verða mannkyninu mikill ávinn- ingur. En ég á ekki von á því að við getum nokkurn tíma greint alla snillinga þegar á SÓUN Á SNILLIGÁFUM 91 bernskuskeiði. 1 því sambandi vil ég endurtaka það sem ég sagði um listagáfur. Við vitum ekki í hverju þær eru fólgnar eða hvernig þær verða til. P. B.: Ef maðurinn er í raun- inni afkvæmi blindrar tilviljun- ar, þá getur hann tæpast talizt ábyrgur fyrir því hvernig hann er. Hvort sem hann hefur hlot- ið slæma eiginleika í arf, slæmt uppeldi eða heilafrumur hans skaddast af völdum sjúkdóms, hlýtur hann frá sjónarmiði vís- indanna að vera án sakar og verðskulda meðaumkun. Eða hvað finnst yður? J. R.: Vissulega. Brotlegui’ maður á sér alltaf afsökun, er alltaf verðugur meðaumkunar, að því leyti sem hegðun hans, hver sem hún er, hefði ekki eins og allt var í pottinn búið, getað orðið önnur. í sumum tilfellum eru orsakir afbrota augljósar — slæmt uppeldi, sjúkdómar, geðbilun, ofdrykkja. En við skulum ekki blekkja sjálf okkur. Jafnvel þótt orsakirnar séu vandfundnar, eru þær fyrir hendi. I augum líffræðingsins er tæpast nokkur munur á manni, sem ekki er talinn siðferðilega ábyrgur gerða sinna og manni sem er heill heilsu og hefur alla hæfileika óskerta — þ. e. manni sem er fyllilega ábyrgur gerða sinna. Af slíkri trú á algert á- byrgðarleysi mannsins leiðir þó engan veginn, að afbrotamönn- um skuli ekki refsað — ef það er staðfest, að refsing sé eina ráðið til þess að halda frá af- brotum þeim einstaklingum, sem gætu fallið í freistni, ef þeir ættu ekki refsingu yfir höfði sér. Hegðun manna stjórnast, að nokkru leyti að minnta kosti, af því aðhaldi, sem samfélagið veit- ir einstaklingnum. Veit vití sínu. í þoi-pi einu úti á landi var stálpaður drengur, sem ekki þótti stíga í vitið, og- iðjuleysingjarnir í þorpinu léku sér oft að því að spila með hann. Einkum var það eitt, sem þeir léku oft og höfðu gaman af. Þeir létu drenginn rétta fram lófann og létu síðan einn fimm- eyring og einn tíeyring í hann og mátti drengurinn velja sér hvorn skildinginn sem hann vildi. Það brást ekki, að hann tók alltaf fimmeyringinn, iðjuleysingjunum til mikillar skemmtunar. Góðviljuð, gömul kona var einu sinni áhorfandi að þessum leik. Tók hún drenginn á eintal og sagði: „Veiztu ekki, að þótt tíeyringurinn sé minni en fimmeyringurinn er hann verð- meiri?" „Auðvitað veit ég það," sagði drengurinn og brosti. ,,En ef ég tæki tíeyringinn, mundi ég ekki fá fleiri fimmeyringa." —- Farmer's Weekly.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.