Úrval - 01.04.1956, Blaðsíða 6

Úrval - 01.04.1956, Blaðsíða 6
4 tJRVAL gengur út. Svali og tærleiki haustloftsins fær sterkar á á taugar hans en venjulega. I- myndun hans er snortin af hverju andliti. Hann virðir fyr- ir sér höfuðburð og göngulag manna og honum finnst hann skynja frumdrætti í skaplyndi þeirra, finna öldufall þess lífs, sem í þeim streymir. Hann hittir kunningja og þeir talast við um daginn og veginn. Væri hann í hversdagsskapi, mundi honum leiðast þetta samtal. En nú er hugur hans hár- næmur og gagntekinn forvitni á mannlegt líf. Hvert orð, sem við hann er sagt, opnar í hálfa gátt nýja hurð í völunarhúsi sálarinnar, og hann sér, bregða fyrir hvernig þar er umhorfs. Eftir samtalið veit hann meira um kunningja sinn en eftir hundrað samtöl áður: Um lund hans, styrk- leikann í áliugalífi hans, kraft hans til að hugsa sjálf- stætt, menningarstig hans. Hann stendur eftir á götunni og hugsar: Þarna gengur þessi maður, mitt í þessu bæjarlífi, á leið frá þessum störfum og heim á þetta heimili, nýbúinn að lesa þetta blað, festa at- hygli við þessa grein og hugsa út frá henni í sam- ræmi við kjör sín, menntun sína, eðlisfar sitt — allt er þetta ljóst og auðskilið og fróðlegt til skilnings. Og þessi fundur hefði ekki vakið hon- um nokkra hugsun, hvorki sagt honum eitt né neitt, ef hann hefði ekki verið undir sterkum áhrifum skáldverks, þar sem smáatvik í daglegu lífi voru furðuleg og opnuðu útsýni yfir endalausar víðátt- ur. Og hann heldur áfram göngu sinni um bæinn, allt sem fyrir augu ber orkar á skilning og ímyndun, allt hið ytra ber svip hins innra, — hins máttuga, þrotlausa straums af dularfullum, sjálf- um sér sundurþykkum, kvala- fullum og nautnaríkum krafti, sem vér nefnum líf. Ef til vill hefur sagan verið um ósigra og ógæfu, og hann er gagntekinn samúð, eða um líf í baráttu og fegurð, og hann er þrunginn sælli vitund um mannlega möguleika — hver getur talið alla grunn- tóna þeirra hughrifa, sem listaverk valda ? Hver getur lýst til nokkurrar hlítar mætti listanna til að vekja hjartað og dýpka skilning- inn? Ef til vill hafði bókin fyrst og fremst vakið lesandanum hrifning af snilli, viti og töfr- um þeirrar mannssálar, sem hafði skapað hana í mynd sinni. Þessi hrifning veitir hon- um aukinn styrk til manndáð- ar, -— til að vera stórsýnn á alla hluti, til að taka ákvarð- anir, sem hann hefur kveink- að sér við. Hann er frjálsari, kjarkmeiri, stæltari en í hvers- dagsskapi, færari um hver
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.