Úrval - 01.04.1956, Blaðsíða 86

Úrval - 01.04.1956, Blaðsíða 86
84 Orval ingum tilkominn fyrir áhrif bæði umhverfis og erfða — eðlis og eldis. Auk þess er alla jafna ekki hægt að meta ná- kvæmlega hvorra áhrifanna gætir meira. Þetta er ástæðan til þess hve líffræðingar hafa mikinn áhuga á tvíburarannsóknum. Tvíburar eru, eins og þér vitið, tvennskonar: eineggja tvíburar, sem komnir eru úr sama eggi og hafa því hlotið að öllu leyti sömu erfðir, og tvíeggja tvíburar, sem komnii' eru hvor úr sínu eggi og hafa því hlotið eins ólíkar erfðir og hver önnur systkini. Ljóst er, að ýmsan fróðleik má fá af því að bera eineggja tvíbura saman við tvíeggja tvíbura. Ef í ljós kem- ur, að sérstakur eiginleiki kem- ur miklu oftar fyrir hjá báðum eineggja tvíburum en hjá báð- um tvíeggja tvíburum, má gera ráð fyrir að sá eiginleiki sé til- kominn við erfðir. En ef ekki er greinanlegur neinn munur í þessu efni, má telja víst, að eig- inleikinn sé tilkominn fyrir á- hrif umhverfisins en ekki erfða. Á þennan hátt hefur t. d. verið sýnt fram á, að næmleiki fyrir berklum er arfgengur, svo og tilteknar geðveilur (neuroses), glæpahneigð og greind, að svo miklu leyti sem hægt er að mæla greind. Fróðlegast er þó að bera saman eineggja tvíbura, sem skildir hafa verið að við fæðingu og aldir upp við ger- ólíkar aðstæður. Mismunur á slíkum tvíburum er að sjálf- sögðu alltaf tilkominn fyrir á- hrif umhverfis. P. B.: Og hvað leiðir slíkur samanburður í ljós? Geta ein- eggja tvíburar orðið talsvert ólíkir hvor öðrum? J. R.: Ekki í útliti, því að fjöldi sérkenna, einkum andlits- fall og líkamslögun ákvarðast að heita má eingöngu af erfð- um. Þó að eineggja tvíburar séu skildir að við fæðingu, verða þeir áfram nær alger spegil- mynd hvor af öðrum. Á hinn bóginn geta þeir orðið talsvert ólíkir hvor öðrum í andlegu til- liti, og er það sönnun þess, að uppeldi og umhverfi hafa mikil áhrif á greind, smekk, og skap- gerð. Annar tvíburinn getur verið feiminn eða stygglyndur, en hinn ekki, o. s. frv. Uppeldisaðstæður og um- hverfi hafa að sjálfsögðu sterk áhrif á greindarþroska ein- staklingsins. Augljóst er, að meðal þeirra stétta, sem verst eru settar í þjóðfélaginu er talsverð hætta á að góðar gáf- ur ujiipgötvist ekki; og að jafn- vel þó að einhver kennari komi auga á þær, er ekki víst að fjölskyldan og umhverfið veiti þeim heppileg þroskaskilyrði, auk þess sem efnalegar ástæð- ur geta verið til hindrunar því, að slíkt gáfubarn geti stundað það nám sem er nauðsynleg forsenda þess að gáfurnar fái notið sín. I öllum barnaskólum eru börn, sem hafa hæfileika tiL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.