Úrval - 01.04.1956, Blaðsíða 110
108
'Ú'R VAL
,,Mér þykir þetta mjög leitt.
En þér vitið að þér sögðuð mér
harmsögu yðar í fyrra af frjáls-
um vilja. Ég get bara ekki skil-
ið, hversvegna þér gerðuð það.“
„Hvernig ættuð þér að geta
skilið það? Ég verðskulda ekki
að þér skiljið það. Má ég skýra
það fyrir yður? Mér er ljóst,
að ég hef þegar fjölyrt um in-
flúenzuna, sem hefur þjáð mig,
en ég verð samt að minnast á
hana aftur. Jæja, veikasta hlið
mín — ég sagði yður það í fyrra
og það er heilagur sannleikur
— er vilji minn. Þér vitið, að
inflúenzan ræðst alltaf á mann
þar sem maður er veikastur fyr-
ir. Hún reynir ekki að draga úr
ímyndunarafli mínu. Það væri
þýðingarlaust. Ég hef mjög
sterkt ímyndunarafl, því miður.
Venjulega hefur vilji minn þó
fullkomin tök á því og getur
haldið því í skefjum. En ef vilj-
inn veikist, fær ímyndunaraflið
lausan tauminn. Ég verð eins og
lítið barn. Imyndunaraflið segir
mér hinar furðulegustu sögur,
og það afleitasta er, að ég læt
mér ekki nægja að segja vin-
um mínum þær. Meðan ég er
með inflúenzu, er ég óhæfur að
umgangast fólk. Mér er þetta
ljóst, og þessvegna fer ég í
ferðalag og kem ekki heim aft-
ur, fyrr en ég er orðinn heill
heilsu. Ég fer oftast hingað.
Það er kannski einkennilegt, en
ég verð að viðurkenna, að ég
varð alveg örvinglaður, þegar
við tókum tal saman í fyrra.
Ég vissi að ég myndi ekki geta
setið á mér. Ég hefði átt að
aðvara yður, en ég er dálítið
feiminn. Þér nefnduð lófalestur
og sögðust trúa á hann. Ég varð
undrandi. Ég hafði lesið bók
Desbarolles, en ég hlýt að játa,
að mér fannst lófalestur vera
fjarstæða."
„Trúið þér þá ekki á lófa-
lestur?“ spurði ég.
„Alls ekki. En ég gat ekki
sagt yður það. I fyrstu sögðust
þér trúa á lófalestur, en síðan
fóruð þér að skopast að hon-
um. Og meðan þér voruð að
skopast að honum, vaknaði hjá
mér löngun til að verja hann.
Ég sá fyrir mér ótal ástæður
til þess að taka hann í vörn.
Ég sá alla söguna ljóslif-
andi fyrir mér — að minnsta
kosti í aðalatriðum.
„Höfðuð þér ekki hugleitt
málið áður?“
Hann hristi höfuðið.
„Sömduð þér söguna fyrir-
varalaust?"
„Já,“ sagði Laider með auð-
mýkt, „svo mikill ræfill er ég.
Ég held því ekki fram, að ég
hafi verið búinn að hugsa hvert
smáatriði, þegar mér datt í hug
að segja yður söguna. En ég
bætti þeim í meðan við vorum
að ræða um lófalestur almennt
og meðan ég beið eftir réttu
augnabliki, svo að sagan yrði
sem sennilegust. En þér megið
ekki halda að ég hafi haft gam-
an af að blekkja yður. Það er
aðeins vilji minn — ekki sam-