Úrval - 01.04.1956, Blaðsíða 41
HVAÐ ER HAMINGJA?
39
sama hátt og eiturlyf janeytand-
inn er háður lyfi sínu, og jafn-
framt verður sjálfsvitundin og
sjálfstraustið æ veikara. Sektar-
vitundin, sem fyrir nokkrum
kynslóðum gegnsýrði líf margra,
fyrir trúna á syndina, hefur nú
þokað fyrir kvíða, sem sprott-
inn er af ríkri þörf á því að
vera ekki frábrugðinn öðrum.
Annað, sem öðlast liefur nýja
merkingu, þegar rætt er um
mannlega hamingju, er ástin.
1 eyrum vorum klingir sí og æ,
að barnið verði að „njóta ást-
ríkis" til þess að það finni til
öryggis, að þessi eða hinn mað-
urinn hafi orðið glæpamaður
eða geðsjúklingur af því að
hann naut ekki ástríkis foreldra
í bernsku. Ástin er orðin einn
liður í forskriftinni fyrir uppeldi
barnsins á sama hátt og kennsla
og skólaganga. Barnið þarf að
fá ákveðinn skammt af ást, ör-
yggi og bóklegri þekkingu og
öðru því sem heyrir til góðu
uppeldi — og þá er hamingju
þess borgið í framtíðinni!
En hvað er þá átt við með
hamingju? Flest nútímafólk
mundi segja, að sá sem skemmt-
ir sér, sé hamingjusamur.
Hvernig skemmtir fólk sér
þá? Það fer í bíó, samkvæmi,
hlustar á útvarp, horfir á sjón-
varp, fer í bíltúr um helgar,
nýtur holdlegrar ástar, sefur
fram eftir á sunnudögum og
ferðast — þeir sem efni hafa
á því.
Einhver mundi kannski held-
ur vilja segja, að nær sanni
sé að skilgreina hamingju sem
ánægju. Frá því sjónarmiði
mætti þá eins skilgreina hana
sem andstæðu hryggðar eða
sorgar, að hamingja sé hugar-
ástand, sem laust er við hryggð
eða sorg. En þessi skilgreining
sýnir, að hér er um alrangan
skilning á hamingjunni að ræða.
Maður sem er næmgeðja og and-
lega heilbrigður, getur ekki
komizt hjá því að verða hrygg-
ur, kynnast sorg. Ekki aðeins
vegna þeirra miklu, ónauðsyn-
legu þjáninga, sem ófullkom-
leiki samfélagsins leggur á
mennina, heldur einnig vegna
eðlis sjálfs mannlífsins, sem
fyrirmunar oss að njóta þess
án þess að þola sársauka og
kynnast sorginni.
Sem skynigæddar lífverur
hljótum vér að vera oss sorg-
lega meðvitandi um það óbrú-
andlega djúp, sem staðfest er
milli þess sem oss langar að
gera og hins, sem vér getum
afrekað á hinni skömmu, mis-
brestasömu ævi vorri. Úr því
að dauðinn setur oss þá óum-
flýjanlegu kosti, að annaðhvort
deyjum vér á undan ástvinum
vorum eða þeir á undan oss,
úr því að dag hvern blasa við
oss þjáningar, óumflýjanlegar
jafnt og ónauðsynlegar, hvernig
getum vér þá komizt hjá því
að kynnast sorg og sársauka
af eigin reynd? Hvorugt verður
umflúið nema vér sljóvgum
næmleik vorn, herðum hjörtu