Úrval - 01.04.1956, Blaðsíða 26

Úrval - 01.04.1956, Blaðsíða 26
24 ÚRVAL, trúmennsku og gripið eina og eina setningu úr hljóðskrafi, sem þar hefur farið fram, hún á vísan útgefanda og lesendur að endurminningum sínum. Þetta er, ef svo mætti segja, neðsta hæð flasmælgisbók- mennta nútímans, og í raun og veru sú meinlausasta, því að hún lofar jafnan meiru en hún efnir. Öllu hættulegri er uppljóstun- arþörfin á efri hæð þessara bók- mennta. Framleiðslan á þessari hæð heitir fréttir, sannar frá- sagnir, sjálfsævisögur. Frétta- mennskan er, ef svo mætti segja, hið löghelgaða form flasmælg- isbókmenntanna. Þar geta menn ljóstað upp, játað og skriftað, eins og þá lystir. I sjálfsævisög- unum afklæðast menn unz þeir standa berstrípaðir frammi fyr- ir lesendunum. Bókaauglýsingar og, gagnrýnendur kalla þetta „dirfsku" eða „miskunnarlaust raunsæi" eða „ofdirfsku sem nálgast sjálfstortímingu" og villa þannig fyrir lesendunum um það hvað er sannleikur og veruleiki í bókmenntunum. Lausnarorð nútímans er stað- reyndir, helzt, ef unnt er, studd- ar ljósmyndum, þagskýrslum og öðrum héimildum; því fleiri staðreyndir, þeim mun meiri sannleikur. Játningarbókmenntirnar, og strípihneigðin, sem opinberast í þeim, eru vissulega ekki upp- finning nútímans. Þær voru þekkt fyrirbrigði í rómantískum bókmenntum, allar götur aftur til Rousseau. Hin heilagi Ágiist- ínus skrifar einnig játningar sínar. En sú nakta þjáning og auðmýkt, sem þessi verk voru sprottin úr, er hinni snældulipru fréttamennsku nútímans alger- lega framandi. Hér hefur átt sér stað afturför, sönn blygðun hef- ur þokað fyrir blygðunarleysi, sem stundum nálgast ósvífni. Flasmælginnar gætir einnig á öðrum sviðum. Þegar hún er talin til vísinda, nefnist hún Kinsey-skýrsla- Þegar hún hef- ur á sér yfirskyn mannúðar, nefnist hún frétta- eða fræðslu- kvikmynd, og getur þá í nafni uppfræðslu og menningar af- hjúpað ýmislegt, sem ella væri bannheilagt. I raun og veru hef- ur kvikmyndin með flasmælgis- hneigð sinni afhjúpað heilt svið sálarlífsins, sem hið upplýsta mannkyn . ætti í rauninni ekki að trúa á lengur; það svið sem vér nefnum synd. Kvikmynda- höfundar vorir sóla sig í synd- inni, ef svo mætti segja. Nýleg- ar athuganir hafa leitt í ljós, að kvikmyndir, sem í heiti sínu kenna sig við syndina, séu ör- uggar sölumyndir. Sem dæmi má nefna: „Hin bersynduga", „Þorp syndarinnar", „Syndugi engillinn“ og „í upphafi var syndin". Syndin, sem maðurinn hefur fyrir löngu lagt að baki sér, er nú komin aftur til vegs og gengin í þjónustu auglýs- ingatækninnar. Og enn er flasmælgin að sækja í sig veðrið, eins og sjá má af
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.