Úrval - 01.04.1956, Side 26
24
ÚRVAL,
trúmennsku og gripið eina og
eina setningu úr hljóðskrafi,
sem þar hefur farið fram, hún
á vísan útgefanda og lesendur
að endurminningum sínum.
Þetta er, ef svo mætti segja,
neðsta hæð flasmælgisbók-
mennta nútímans, og í raun og
veru sú meinlausasta, því að hún
lofar jafnan meiru en hún efnir.
Öllu hættulegri er uppljóstun-
arþörfin á efri hæð þessara bók-
mennta. Framleiðslan á þessari
hæð heitir fréttir, sannar frá-
sagnir, sjálfsævisögur. Frétta-
mennskan er, ef svo mætti segja,
hið löghelgaða form flasmælg-
isbókmenntanna. Þar geta menn
ljóstað upp, játað og skriftað,
eins og þá lystir. I sjálfsævisög-
unum afklæðast menn unz þeir
standa berstrípaðir frammi fyr-
ir lesendunum. Bókaauglýsingar
og, gagnrýnendur kalla þetta
„dirfsku" eða „miskunnarlaust
raunsæi" eða „ofdirfsku sem
nálgast sjálfstortímingu" og
villa þannig fyrir lesendunum
um það hvað er sannleikur og
veruleiki í bókmenntunum.
Lausnarorð nútímans er stað-
reyndir, helzt, ef unnt er, studd-
ar ljósmyndum, þagskýrslum og
öðrum héimildum; því fleiri
staðreyndir, þeim mun meiri
sannleikur.
Játningarbókmenntirnar, og
strípihneigðin, sem opinberast í
þeim, eru vissulega ekki upp-
finning nútímans. Þær voru
þekkt fyrirbrigði í rómantískum
bókmenntum, allar götur aftur
til Rousseau. Hin heilagi Ágiist-
ínus skrifar einnig játningar
sínar. En sú nakta þjáning og
auðmýkt, sem þessi verk voru
sprottin úr, er hinni snældulipru
fréttamennsku nútímans alger-
lega framandi. Hér hefur átt sér
stað afturför, sönn blygðun hef-
ur þokað fyrir blygðunarleysi,
sem stundum nálgast ósvífni.
Flasmælginnar gætir einnig á
öðrum sviðum. Þegar hún er
talin til vísinda, nefnist hún
Kinsey-skýrsla- Þegar hún hef-
ur á sér yfirskyn mannúðar,
nefnist hún frétta- eða fræðslu-
kvikmynd, og getur þá í nafni
uppfræðslu og menningar af-
hjúpað ýmislegt, sem ella væri
bannheilagt. I raun og veru hef-
ur kvikmyndin með flasmælgis-
hneigð sinni afhjúpað heilt svið
sálarlífsins, sem hið upplýsta
mannkyn . ætti í rauninni ekki
að trúa á lengur; það svið sem
vér nefnum synd. Kvikmynda-
höfundar vorir sóla sig í synd-
inni, ef svo mætti segja. Nýleg-
ar athuganir hafa leitt í ljós, að
kvikmyndir, sem í heiti sínu
kenna sig við syndina, séu ör-
uggar sölumyndir. Sem dæmi
má nefna: „Hin bersynduga",
„Þorp syndarinnar", „Syndugi
engillinn“ og „í upphafi var
syndin". Syndin, sem maðurinn
hefur fyrir löngu lagt að baki
sér, er nú komin aftur til vegs
og gengin í þjónustu auglýs-
ingatækninnar.
Og enn er flasmælgin að sækja
í sig veðrið, eins og sjá má af