Úrval - 01.04.1956, Blaðsíða 30
28
ÚRVAL
ara væri að segja, að það dragi
úr óeðlilegri forvitni. Slík dýr
eru alveg eins forvitin þegar
þau kynnast einhverju nýju, en
þau hafa öðlazt hæfileika til
að svala forvitni sinni fljótt.
Dýr, sem alizt hefur upp við
fjölbreytta reynslu sýnir m. ö.
o. meiri skynsemi. Það getur
verið heillandi að horfa á barn,
sem getur í heilan klukkutima
verið algerlega niðursokkið í
að skoða tauklemmu, en slík
hegðun ber ekki vott um þrosk-
aða greind.
Næst athuguðum við geðlíf
hundanna. Hin stranga einangr-
un tilraunahundanna í uppeld-
inu gaf okkur ágætt tækifæri
til að rannsaka svonefndan
,,sjálfvakinn“ ótta, sem athygli
sálfræðinga hefur beinzt mjög
að upp á síðkastið. Það var al-
menn skoðun áður, að ótti við
hlut eða reiti (stimulus) sé
„skilorðsbundinn". Sársauki,
fall eða hávaði, sem barn setur
í samband við hlut, getur vald-
ið því að það óttist hlutinn upp
frá því, jafnvel þó að hann sé
meinlaus. En margir sálfræð-
ingar eru nú komnir á þá skoð-
un, að til sé hræðsla, sem ekki
sé þannig skilorðsbundin. Ótti
getur vaknað blátt áfram við
eitthvað óvenjulegt eða óvænt
— laufblað, sem skyndilega fýk-
ur rétt framan við andlitið á
manni í rökkrinu, högg á glugga
um nótt, hvaða dularfullan at-
burð eða hegðun sem er. Sí-
gilt er dæmið um þriggja ára
telpu, sem varð dauðskelkuð við
föður sinn þegar hann bjó sig
í fílsgervi, þó að hún vissi að
það væri faðir hennar sem var
undir gervinu. D. O. Hebb, sem
kennir við McGill háskólann,
hefur rannsakað kerfisbundið
þessa tegund hræðslu í simpöns-
um, og komst að raun um, að
þeir urðu oft ofboðslega hrædd-
ir þegar þeir sáu í fyrsta skipti
ókunnugan mann, hauskúpu,
snák eða nágrímu af öðrum
simpansa.
Er ótti af þessu tagi með-
fæddur eða áunninn ? Helen Ma.
hut við McGill háskólann rann-
sakaði viðbrögð hunda af ýms-
um kynjum, sem allir höfðu
hlotið eðlilegt uppeldi, við til-
tilteknum meinlausum hlutum,
sem þó orkuðu á tilfinningalíf
þeirra. Það kom í ljós, að hvert
kyn brást á sinn sérstaka hátt
við hlutunum. Tilfinningahegð-
un er því bersýnilega að ein-
hverju leyti meðfædd. Tæpast
er þó hægt að gera ráð fyrir,
að dýrum sé meðfædd hræðsla
við sérstaka hluti eða fólk. Ber-
sýnilegt er, að reynsla dýrsins
ræður því að miklu leyti hvað
er óvenjulegt og hvað ekki. Um
tilraunahundana okkar er það
að segja, að sökum hinnar tak-
mörkuðu reynslu þeirra fyrstu
mánuði ævinnar, veittu þeir
okkur hið ákjósanlegasta tæki-
færi til að rannsaka að hve
miklu leyti tilfinningahegðunin
er meðfædd og að hve miklu
leyti áunnin.