Úrval - 01.04.1956, Blaðsíða 82
80
ORVAL
ferðamannabæklingunum, sveip-
að tilhlýðilegri rómantík. En ég
ætla ekki aðeins að segja frá
Montego Bay, frá litlum hópi
sérvizkulegra gesta, sem eru að
reyna að flýja veruleikann, fyrir
40 dollara á dag — nei, það er
til önnur Jamaíka, Jamaíka,
negranna. Hin eiginlega Jam-
aíka.
Mér kemur í hug Jim Nelson,
gamail kunningi minn, sem býr
í Boca Chica, við lítinn sam-
nefndann flóa, sem ferðamenn
líta sjaldan augum. Það er
djúpt tekið í árinni að segja,
að Jim Nelson hafi til hnífs og
skeiðar. Hann lifir á snöpum,
mest þó á landbúnaðarvinnu.
Eins og flestir negrar á Jim
Nelson stóra fjölskyldu. Mary,
konan hans, lagleg þéttholda
kona, ljósbrún á hörund með
hlýleg, rök dýrsaugu, elur hon-
um barn á hverju ári — þau
eru nú orðin átta. En Jim og
Mary eru ekki gift, eða rétt-
ara sagt, þau voru ekki gefin
saman. Þó að bæði séu þau guð-
hrædd og eigi jafnvel biblíu,
hefur sambúð þeirra aldrei hlot_
ið> blessun kirkjunnar. En það
er ekki óvenjulegt, rúmur helm-
ingur eyjarskeggja lifir þannig
í öllu sakleysi.
Þetta ástand er þyrnir í aug-
um Englendinga í höfuðborg-
inni Kingston, en þeir vita, að
siðurinn er arfur frá forfeðrum
þeirra. Hinir gömlu plantekm-
eigendur kærðu sig ekki urn, að
þrælar þeirra giftust, og síðan
hafa hin svokölluðu „Common-
Law-hjónabönd“ tíðkast. Stjórn-
ararembættismaður sagði mér
að 70% allra barna væru óskil-
getin, og yppti öxlum um leið.
Nelson fjölskyldan býr í
bambuskofa sem stendur á met-
ersháum staurum — til þess að
ekki komi eins mikið af óværu
og allskonar skorkvikindum upp
um gólfið. Aður voru öll hús
með þaki úr pálmalaufi og féllu
vel inn í landslagið, en nú kjósa
menn heldur barujárn. Loftið
undir þessum þökum er miklu
verra en undir stráþökunum, en
þau þykja nú einu sinni fín. Því
miður ryðga þau fljótt og göt
detta á þau. í þau er svo troðið
bananabiöðum.
Þar sem ekki vex bambus eru
veggirnir úr leir. En nú eru
leirveggir heldur ekki lengur í
tízku. Með fram bílvegunum sá
ég mörg hús úr sundurflett-
um benzinbrúsum og kexdósum,
sem enn báru skræpóttar áletr-
anir, sannkölluð fátæktarhverfi
undir svignandi pálmum. I hvert
skipti sem fellibylur geysar
fjúka þessi hrófatildur eins og
spilaborgir; blikkplöturnar
þjóta um loftið eins og fljúg-
andi diskar og valda oft miklu
tjóni.
Þrátt fyrir ýtrustu sparsemi
hefur negranum Jim ekki tek-
izt að eignast neitt sem kallast
getur húsgögn. Hann á tvo
skemla úr tré, eitt borð úr
kassafjöium, hjónarúm með
lausum maíshálmi í stað