Úrval - 01.04.1956, Blaðsíða 82

Úrval - 01.04.1956, Blaðsíða 82
80 ORVAL ferðamannabæklingunum, sveip- að tilhlýðilegri rómantík. En ég ætla ekki aðeins að segja frá Montego Bay, frá litlum hópi sérvizkulegra gesta, sem eru að reyna að flýja veruleikann, fyrir 40 dollara á dag — nei, það er til önnur Jamaíka, Jamaíka, negranna. Hin eiginlega Jam- aíka. Mér kemur í hug Jim Nelson, gamail kunningi minn, sem býr í Boca Chica, við lítinn sam- nefndann flóa, sem ferðamenn líta sjaldan augum. Það er djúpt tekið í árinni að segja, að Jim Nelson hafi til hnífs og skeiðar. Hann lifir á snöpum, mest þó á landbúnaðarvinnu. Eins og flestir negrar á Jim Nelson stóra fjölskyldu. Mary, konan hans, lagleg þéttholda kona, ljósbrún á hörund með hlýleg, rök dýrsaugu, elur hon- um barn á hverju ári — þau eru nú orðin átta. En Jim og Mary eru ekki gift, eða rétt- ara sagt, þau voru ekki gefin saman. Þó að bæði séu þau guð- hrædd og eigi jafnvel biblíu, hefur sambúð þeirra aldrei hlot_ ið> blessun kirkjunnar. En það er ekki óvenjulegt, rúmur helm- ingur eyjarskeggja lifir þannig í öllu sakleysi. Þetta ástand er þyrnir í aug- um Englendinga í höfuðborg- inni Kingston, en þeir vita, að siðurinn er arfur frá forfeðrum þeirra. Hinir gömlu plantekm- eigendur kærðu sig ekki urn, að þrælar þeirra giftust, og síðan hafa hin svokölluðu „Common- Law-hjónabönd“ tíðkast. Stjórn- ararembættismaður sagði mér að 70% allra barna væru óskil- getin, og yppti öxlum um leið. Nelson fjölskyldan býr í bambuskofa sem stendur á met- ersháum staurum — til þess að ekki komi eins mikið af óværu og allskonar skorkvikindum upp um gólfið. Aður voru öll hús með þaki úr pálmalaufi og féllu vel inn í landslagið, en nú kjósa menn heldur barujárn. Loftið undir þessum þökum er miklu verra en undir stráþökunum, en þau þykja nú einu sinni fín. Því miður ryðga þau fljótt og göt detta á þau. í þau er svo troðið bananabiöðum. Þar sem ekki vex bambus eru veggirnir úr leir. En nú eru leirveggir heldur ekki lengur í tízku. Með fram bílvegunum sá ég mörg hús úr sundurflett- um benzinbrúsum og kexdósum, sem enn báru skræpóttar áletr- anir, sannkölluð fátæktarhverfi undir svignandi pálmum. I hvert skipti sem fellibylur geysar fjúka þessi hrófatildur eins og spilaborgir; blikkplöturnar þjóta um loftið eins og fljúg- andi diskar og valda oft miklu tjóni. Þrátt fyrir ýtrustu sparsemi hefur negranum Jim ekki tek- izt að eignast neitt sem kallast getur húsgögn. Hann á tvo skemla úr tré, eitt borð úr kassafjöium, hjónarúm með lausum maíshálmi í stað
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.