Úrval - 01.04.1956, Blaðsíða 87

Úrval - 01.04.1956, Blaðsíða 87
SÓUN Á SNILLIGÁFUM 85 framhaldsnáms, en verða að neita sér um það vegna fátækt- ar. P. B.: Eru það áhrif hins fé- lagslega umhverfis ein, sem gera mun á einstaklingum ? J. R.: Nei, nei, þar eru að verki önnur og miklu torfundn- ari áhrif en þau, sem rekja má til efnalegra aðstæðna — og hef ég þá í huga þau áhrif, sem sálkönnuðir hafa rannsakað. Yður er sennilega kunnugt um hinar merkilegu athuganir Spitz. Þær sýna ljóslega, að börn, sem svift eru móðurum- hyggju og ástúð -— eða ástúð einhvers sem komið getur í móður stað — ná aldrei fullum þroska. Þau eru alla ævi merkt af þessum skorti á ástúð. Al- mennt séð getur afstaða for- eldra og systkina orkað til hindrunar — eða örvunar — á tilfinningaþroska barna. Nú virðist það koma æ betur í ljós, að tilfinningaþroskinn hefur á- hrif á sjálfa greindina. Það sem við teljum heimsku eða getuleysi er oft ekki annað en bundið eða bælt tilfinningalíf. I stuttu máli sagt: Það er nokkurnveginn víst, að munur er á greind manna, og að sá munur á rætur sínar að rekja til erfða. Það er einnig senni- legt, að svipaður munur sé á ýmsum sérhæfileikum, svo sem í stærðfræði og tónlist. Við vildum auðvitað gjarnan vita, hvort svipaður arfgengur mun- ur geti verið á tilfinningalífi manna, en þeirri spuraingu get- um við ekki svarað. En víst er, að umhverfi — foreldrar og samfélag — hafa talsverð áhrif bæði á vitsmuna- og tilfinninga- líf. P. B.: Þér eruð þá þeirrar skoðunar, að afburðamaðurinn eigi hæfileika sína að þakka bæði umhverfi og erfðum? J. R.: Vissulega. Gildi manns, eins og önnur sérkenni, er á- vöxtur bæði erfða og umhverf- is. En eins og áður segir er þess ekki að vænta að við getum rakið það til uppruna síns. List- ræn snilligáfa er dularfullt fyr- irbrigði, sem við getum ekki gert okkur grein fyrir, né sam- bandi hennar við umhverfið. Hver mundi t. d. vilja segja hvaðan snilligáfa Rimbaud, Van Gogh eða Kafka var upprunn- in? Ég efast mjög um, að slíkir menn hafi i upphafi verið fremri — frá erfðafræðilegu sjónar- miði — mörgum öðrum mönn- um, sem skildu ekki eftir sig nein spor hér á jörðinni. Snilligáfu þessara manna hef- ur ef til vill, að nokkru leyti að minnsta kosti, mátt rekja til afbrigðilegs tilfinningalífs, sem hefði eins vel getað leitt til ófrjórrar geðveilu. Nei, þessi mál eru miklu flóknari en svo, að unnt sé að skýra þau í Ijósi líffræðinnar eingöngu. Við skul- um láta okkur nægja að segja að afburðamaður sé afsprengi heppilegs samspils erfða og umhverfis — án þess að gera
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.