Úrval - 01.04.1956, Blaðsíða 70
68
tjHVAI.
inn til sögunnar, kom til upp-
þota, Luddítarnir í Englandi,
sem svo voru nefndir eftir for-
ingja sínum, Nad Ludd, réðust
á vefstólana með bareflum og
brutu þá. Sama kom fyrir í
Þýzkalandi nokkrum árum síð-
ar, þegar línvefgvar í Eulenge-
birge brutu vefstóla. Atburður
þessi var uppistaðan í hinu víð-
kunna leikriti Gerhardts Haupt-
manns, ,,Vefararnir“.
Þannig fylgdu iðnbyltingunni
voldug félagsleg umbrot. Hún
skók aldagamla þjóðfélagsbygg-
ingu að grunni, leysti hana í
sundur eins og ætisýra, unz í
þeirri upplausn kristölluðust
þau nýju félagsform, sem vér
búum við í dag. Slík bylting
gat ekki orðið án þess miklu
væri fórnað og margt færi for-
görðum.
Vér höfum þegar verið áhorf-
endur að einum helzta áfanga
þessarar þróunar: tilkomu færi-
bandsins í framleiðslunni. Það
kom til sögunnar milli heims-
styrjaldanna og gerbreyttri allri
iðnframleiðslu. Þá birtist fyrir
alvöru það Janushöfuð sem sér-
hver bylting ber: annarsvegar
kom í kjölfar hinnar nýju iðn-
tækni sú ægilegasta fjárhags-
kreppa, sem gengið hafði yfir
heiminn og mesta atvinnuleysi
sem þekkzt hafði; hinsvegar
hafði hún í för með sér þá stór-
kostlegu framleiðsluaukningu,
sem vér erum nú fyrst að byrja
að njóta ávaxtanna af.
Og ekki höfum vér fyrr lært
að gera þessa iðntækni oss und-
irgefna, en blikur nýrra stór-
breytinga rísa við sjóndeildar-
hringinn í mynd hinnar sjálf-
virku verksmiðju.
I eðli sínu er hin sjálfvirka
verksmiðja eðlilegt framhald af
færibandatækninni. Því að færi-
bandatæknin hafði deilt iðn-
framleiðslunni í ótal smáhluta,
þannig að hver einstakur verka-
maður við færibandið þurfti
ekki að leysa af hendi nema
fáein vélræn handtök, sem hann
endurtók í sífellu. Starfið var
þannig svift allri sál, öllu inni-
haldi, en með nákvæmri sam-
stillingu allra þessara sálarlausu
athafna tókst að margfalda
framleiðsluna.
Starf mannsins, sem hingað
til hafði að verulegu leyti miðað
að því að ljúka verki til fulls,
var nú, við tilkomu færibands-
ins, leyst upp í fáein vélræn
handtök, sem ekki stóðu í neinu
greinanlegu sambandi við heild-
arverkið. Verkamaðurinn var
ekki lengur í neinum tengslum
við hlutinn, sem framleiddur
var, enda var hann tilorðinn og
teiknaður á tæknisviði, sem var
hærra en svo, að verkamaður-
inn sæi þangað.
Á sama hátt og fyrri heims-
styrjöldin fæddi af sér færi-
bandið, hófst tímabil hinnar
sjálfvirku vélar með seinni
heimsstyrjöldinni. Þá fyrst lýk-
ur iðnbyltingunni í raun og
veru, því að það bindur enda
á það vansæmandi ásta.nd milli-