Úrval - 01.04.1956, Blaðsíða 81
Á sólskinseynni. Jamaíka Iiefnr
lífið sínar sktiggahiiðar.
Sýnd og veruleiki á Jamaíka.
Grein úr „Westermanns Monatsheften“,
eftir Rudolf Jacobs.
ÍAMAIKA! Nafnið vekur end-
urminningar um ómþýð lög
og romm sem brennur eins og
eldur á tungu. Það lýsir af mið-
um á belgmiklum flöskum og
heillar einkum til sín þá sem
rómantískir eru, ferðalanga sem
flestir hafa fullar hendur fjár
og vilja kynnast paradís hér á
jörð, en þó með öllum nútíma-
þægindum.
Orðið „paradís" getur að líta
á nærri hverri síðu í auglýsinga-
bæklingum fyrir ferðamenn.
Það getur líka talizt réttnefni,
á meðan maður lætur sér nægja
að skoða landslagsmyndir og
horfa á eyna út um glugga á
kádilják eða Ford. Náttúrufeg-
urð eyjanna í Karibíahafi er
mjög rómuð. Blá, alpahá fjöll,
tær, sægræn lón, kókoslundir,
litfögur brönugrös og víðlendir
akrar með skrjáfandi sykurreyr
— allt þetta er óhagganlegur
veruleiki, sem blasir við ferða-
manninum.
En það komast fæstir ferða-
menn lengra en til Montego
Bay. Montego Bay er hin nýja
Rivieraströnd við Karibíahafið.
Þar eru Ameríkumenn fjöl-
mennastir, óánægðir miljónarar
og einmana konur, sem eiga of
langt að sækja til Monte Carlo
og Nizza, og einnig slangur af
Englendingum, sem eyða rent-
um sínum á Jamaíka. Svo langt
sem menn muna hafa útlending-
ar verið f jölmennastir í Montego
Bay.
Græðgin í gull kostaði frum-
byggjana, sem tilheyrðu hinum
hörundsljósu Karíbum, lífið -—-
það er nú ekki lengur hægt að
dást að þeim nema á sígarettu-
myndum.
Árið 1655, þegar Jamaíka
varð brezk, var Montego Bay
felustaður fyrir glæpalýð
Evrópu. Henry Morgan, einhver
illræmdasti sjóræningi sem siglt
hefur undir liauskúpufána, varð
jafnvel landstjóri á Jamaíka og
hlaut aðalstign. En sykurreyr-
og kaffiplantekrueigendur voru
illa settir. Það höfðu sem sé
allir sem unnið gátu verið
drepnir. Þrælar frá Áfríku urðu
að bæta upp missinn. Jamaíka
varð svört og er það enn í dag.
Afkomendur Afríkuþrælanna
eru nú 97% af íbúum eyjarinn-
ar. Já, einnig þetta stendur í