Úrval - 01.04.1956, Blaðsíða 106
104
ÚRVA'L
glugganum og maður segir hon-
um hvað sé á seiði.
Ekkert var auðveldara en að
segja honum frá því sem ég
var sannfærður um: að lestin
myndi þá og þegar lenda í á-
rekstri og heimta síðan, að
ég og vinir mínir og allir
farþegar yrðu látnir fara úr
henni tafarlaust. Gat nokk-
uð verið auðveldara en þetta?
Þurfti nokkuð hugrekki til að
gera þetta ? Ég var ákveðinn
í að láta til skarar skríða —
og það strax.
Ég var búinn að segja allt,
sem mér gat dottið í hug við-
víkjandi höndum Blakes. Lófa-
lestrinum var lokið og ég hlaut
lof og þakkir. Nú var stundin
komin.
Við vorum komin í úthverfi
Lundúna. Það var þoka og
dimmviðri. Ég heyrði Dorothy
Elbourn segja: ,,Ó, þessi and-
styggilega London. Alltaf sama
þokan!“ Faðir hennar fór eitt-
hvað að minnast á „varnarráð-
stafanir", ,,löggjöf“ og „stein-
kol“. Ég var að hlusta á hann,
þegar-------.“
Laider lokaði augunum. Hann
sló út hendinni.
,,Ég hafði óþolandi höfuð-
verk. Þegar ég kveinkaði mér,
var mér sagt, að ég mætti ekki
tala. Ég lá í rúmi, og hjúkr-
unarkonurnar bönnuðu mér að
tala. Ég var í sjúkrahúsi. En
ég vissi ekki hvernig ég var
þangað kominn. Þegar mér var
farið að batna, spurði ég um
ástæðuna. Mér var sagt, að ég
hefði fengið heilahristing. Ég
var meðvitundarlaus þegar ég
kom í sjúkrahúsið og komst
ekki til meðvitundar fyrr en
eftir tvo sólarhringa. Ég hafði
lent í slysi — járnbrautarslysi.
Mér fannst það mjög undar-
legt. Ég hafði komið heill á liúfi
til föðurbróður míns, og ég
minntist ekki að hafa ferðazt
neitt eftir það.
Þegar menn fá heilahristing,
er algengt að þeir gleymi því
sem gerðist rétt fyrir slysið;
menn geta gleymt mörgum
klukkustundum. Þannig var því
farið með mig. Einn góðan veð-
urdag kom föðurbróðir minn til
að heilsa upp á mig. Þegar ég
sá hann, fékk ég allt í einu
minnið aftur. I sama svip minnt-
ist ég alls, sem gerzt hafði.
En mér tókst að hafa hemil
á tilfinningum mínum. Ég spurði
hvernig slysið hefði viljað til.
Föðurbróðir minn sagði, að lest-
arstjórinn hefði ekki tekið eftir
viðvörunarmerki vegna þokunn-
ar og hraðlestin hefði rekizt á
vöruflutningalest. Ég spurði
ekki um afdrif farþeganna —
það var óþarfi. Föðurbróðir
minn fór að lýsa slysinu fyrir
mér, en þá fór ég að tala óráð.
Ég man hve hann varð óttasleg-
inn á svipinn, og hjúkrunarkon-
an þaggaði niðri í honum.
Meira man ég ekki. Ég var
fárveikur. Enginn hugði mér líf,
en samt tóri ég enn.“