Úrval - 01.04.1956, Blaðsíða 85
T'jórða samtal líffræðingsins og blaða-
mannsins um lífið og manninn.
Söun á snilligáfum.
Úr bókinni „Life, the Great Adventure1',*
eftir Jean Rostand og Patil Bodin.
PAUL BODIN: „Hvað hefði
orðið úr Mozart ef hann
hefði fæðzt á Samóaeyjum?“
Þér vitnuðuð einu sinni í þessa
spurningu Weismanns og bætt-
uð við: „Hve margir Mozartar
fæðast á hverjum degi á villtum
eyjum í hinu svonefnda „sið-
menntaða“ samfélagi voru?“
Felst ekki í þessum tveim
spurningum allt sem máli skipt-
ir í samspili ;erfða og umhverfis
til mótunar einstaklingsins ?
Teljið þér, að umhverfið sem
einstaklingurinn fæðist og elst
upp í hafi meiri áhrif en upp-
lagið ?
Jean Rostand: Það er ekki
hægt að gefa algilt svar við
spurningu yðar. Áhrif hvors um
sig eru mjög breytileg og ein-
staklingsbundin. Mismunur á
tveim einstaklingum getur í
einu tilfelli verið orsök þess að
þeir ólust upp við ólíkar að-
stæður, og í öðru tilfelli orsök
þess að þeir hafa hlotið ólíkt
upplag að erfðum.
Til þess að skýra við hvað
ég á, skulum við hugsa okkur
tvo menn, sem að upplagi eru
mjög líkir: annar er alinn upp
hjá villtum þjóðflokki, hinn í
siðmenntuðu þjóðfélagi. Aug-
ljóst er, að hið ólíka uppeldi
hlýtur að skapa regindjúp milli
þessara manna. Ég hef þegar
minnst á Indíánastúlkuna. sem
Evrópumenn tóku í fóstur.
Breytt umhverfi olli eitt þeim
geysimun, sem er á þessari
menntuðu stúlku, uppalinni hjá
lærðum þjóðfræðingi, og þeirri
villtu stúlku, sem hún hefði
orðið, ef hún hefði alizt upp í
frumskógum Suðurameríku.
Berum við á hinn bóginn saman
heilbrigðan mann og mann, sem
haldinn er meðfæddri andlegri
veiklum, menn sem aldir eru upp
í sömu stétt sama þjóðfélags,
munum við sjá, að erfðir geta
líka valdið geysilegum mun á
mönnum.
Það skal að vísu viðurkennt,
að þessi dæmi eru mjög róttæk;
oftast er mismunur á einstakl-
*) I þrem síðustu heftum Úr-
vals hafa birzt kaflar úr þessari
bók og eru þeir, sem ekki hafa lesið
þá, hvattir til að gera það. Þeir fé-
lagar koma mjög víða við í samtöl-
um sínum og ber margt nýstárlegt
á góma.