Úrval - 01.04.1956, Side 85

Úrval - 01.04.1956, Side 85
T'jórða samtal líffræðingsins og blaða- mannsins um lífið og manninn. Söun á snilligáfum. Úr bókinni „Life, the Great Adventure1',* eftir Jean Rostand og Patil Bodin. PAUL BODIN: „Hvað hefði orðið úr Mozart ef hann hefði fæðzt á Samóaeyjum?“ Þér vitnuðuð einu sinni í þessa spurningu Weismanns og bætt- uð við: „Hve margir Mozartar fæðast á hverjum degi á villtum eyjum í hinu svonefnda „sið- menntaða“ samfélagi voru?“ Felst ekki í þessum tveim spurningum allt sem máli skipt- ir í samspili ;erfða og umhverfis til mótunar einstaklingsins ? Teljið þér, að umhverfið sem einstaklingurinn fæðist og elst upp í hafi meiri áhrif en upp- lagið ? Jean Rostand: Það er ekki hægt að gefa algilt svar við spurningu yðar. Áhrif hvors um sig eru mjög breytileg og ein- staklingsbundin. Mismunur á tveim einstaklingum getur í einu tilfelli verið orsök þess að þeir ólust upp við ólíkar að- stæður, og í öðru tilfelli orsök þess að þeir hafa hlotið ólíkt upplag að erfðum. Til þess að skýra við hvað ég á, skulum við hugsa okkur tvo menn, sem að upplagi eru mjög líkir: annar er alinn upp hjá villtum þjóðflokki, hinn í siðmenntuðu þjóðfélagi. Aug- ljóst er, að hið ólíka uppeldi hlýtur að skapa regindjúp milli þessara manna. Ég hef þegar minnst á Indíánastúlkuna. sem Evrópumenn tóku í fóstur. Breytt umhverfi olli eitt þeim geysimun, sem er á þessari menntuðu stúlku, uppalinni hjá lærðum þjóðfræðingi, og þeirri villtu stúlku, sem hún hefði orðið, ef hún hefði alizt upp í frumskógum Suðurameríku. Berum við á hinn bóginn saman heilbrigðan mann og mann, sem haldinn er meðfæddri andlegri veiklum, menn sem aldir eru upp í sömu stétt sama þjóðfélags, munum við sjá, að erfðir geta líka valdið geysilegum mun á mönnum. Það skal að vísu viðurkennt, að þessi dæmi eru mjög róttæk; oftast er mismunur á einstakl- *) I þrem síðustu heftum Úr- vals hafa birzt kaflar úr þessari bók og eru þeir, sem ekki hafa lesið þá, hvattir til að gera það. Þeir fé- lagar koma mjög víða við í samtöl- um sínum og ber margt nýstárlegt á góma.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.