Úrval - 01.04.1956, Blaðsíða 75
HEILSURÆKT OG INDVERSKAR YOGAÆFINGAR
73
sagði höfundi þessarar greinar,
að eftir námskeiðið hefði heilsu-
farsástand forsetans stórlega
batnað og astma ylli honum nú
ekki lengur neinum verulegum
óþægindum. í ræðu, sem for-
setinn hélt einu sinni um íþrótta.
iðkanir í æðri skólum landsins,
hvatti hann stúdentana til að
leggja stund á yoga-asana.
Hann sagði: „Reglubundin iðk-
un asana hefur ekki aðeins holl
áhrif á líkamsheilsuna, heldur
einnig á heilsu sálarinnar. Vest-
rænar íþróttir styrkja að vísu
líkamann, en sá hængur er á
þeim, að þegar menn fara að
reskjast, hætta menn að geta
stundað þær. En asana geta
menn iðkað fram á elliár.“
Saga yogavísindanna er ná-
tengd sögu indverskrar menn-
ingar. Yoga-Sútra eftir Patan-
jali er eitthvert allra elzta rit,
sem hefur að geyma spakmæli
um heimspeki og iðkun yoga.
Yoga-heimspekin hefur allt
frá tímum höfundar síns verið
talin til vísinda. Hún er alhliða
kerfi, sem tengir saman þrjú
meginsvið mannlegs lífs: hið
líkamlega (stellingar og öndun-
aræfingar), andlega (einbeiting
og íhugun) og sálræna (reynsla,
sem fæst af andlegum og lík-
amlegum æfingum, þ. e. dulræn
reynsla). Yoga þýðir „samein-
ing“ („jug“ á sanskrít þýðir að
tengja saman). Yoga gerir ráð
fyrir þeirri grundvallarstað-
reynd, að maðurinn geti náð
valdi yfir því sem almennt er
talið ósjálfrátt í starfsemi lík-
amans. Reynslan hefur staðfest
þetta. Líkaminn verður þannig
þjónn mannsins en ekki herra.
I Indlandi hefur verið reynt
að vekja áhuga almennings á
yoga. Yogadagskrá indverska
útvarpsins hefur hlotið miklar
vinsældir. Yogaskólar eru nú
víða um landið. Sumir þessara
skóla gefa út bækur um yoga
og berast þær víða um heim,
einkum til Evi'ópu og Ameríku
þar sem þær njóta sívaxandi
vinsælda.
Kunnir indverskir yogar hafa
öðru hvoru gist önnur þjóðlönd.
Fræðsla um yoga erlendis hófst
með fyrirlestrum Swami Vive-
kananda, sem heillaði tiiheyr-
endur sína á Vesturlöndum með
óvenjulegum persónutöfrum.
Swami Jogananda er annar mik-
ill yogi, sem þjálfaði þúsundir
manna í Bandaríkjunum í yoga-
lifnaðarháttum. í marz 1955 dó
hann skyndilega í Kaliforníu,
nokkrum mínútum eftir að hann
hafði kynnt sendiherra Indlands
á fjölmennum fundi í hóteli í
Los Angeles. Samkvæmt skjal-
festri yfirlýsingu löggilts graf-
ara stóð lík hans uppi frá 11.
til 27. marz og var allan þann
tíma undir stöðugri athugun.
Á líkinu sáust engin merki þorn-
unar eftir þennan tíma. Hinn
27. marz, þegar kistunni var
lokað, var líkið að sjá alveg eins
og andlátsdaginn.
Yoginn Vitaldas hélt nýlega
fyrirlestra og sýndi yogasteíl-