Úrval - 01.04.1956, Blaðsíða 22
20
ÚRVAL
vinnsla er stunduð bæði í Sví-
þjóð og Rússlandi. Saltvinnsla
úr sjó er ævaforn iðnaður,
sem haldizt hefur við fram
á þennan dag og er ljóst vitni
um það hve saltið er mannin-
um nauðsynlegt. Allt frá því að
forfeður vorir tóku að sjóða
mat sinn hefur maðurinn orðið
að bæta sér upp það salt sem fer
forgörðum við suðuna. Manns-
líkaminn þarfnast salts, og þar
sem jörðin getur ekki látið það
í té, verður að ná því úr sjón-
um.
Engin slík nauð hefur knúið
menn til að vinna önnur efni úr
sjónum. Flest hráefni iðnaðar-
ins mátti með hægu móti grafa
úr jörðu, þar sem þau fundust
í auðugum námum. En á síðustu
áratugum hefur gengið svo
mjög á þessar auðlindir, að sýnt
var að leita þyrfti nýrra ráða.
Samtímis urðu miklar fram-
farir í vinnslutækni, og er nú
hægt að vinna föst efni úr
þunnum upplausnum á miklu ó-
dýrari hátt en var fyrir aðeins
tveim áratugum. Menn sjá nú
fram á, að vinnsla uppleystra
efna úr sjó getur orðið gróða- i
vænlegur iðnaður. Tvær mikil-
vægar iðngreinar, er nota sjó
sem hráefni, hafa þegar risið
upp og fleiri munu á eftir koma.
Á þriðja áratug þessarar ald-
ar var byrjað á því að bæta
efnum í benzín til þess að draga
úr höggum í hreyflinum. Bróm
var eitt af þeim efnum, sem
notað var til þess. Nú vill svo
til, að bróm er aðallega sjávar-
efni. I jarðskorpunni er aðeins
1 % bróm. Það bróm, sem benzín-
iðnaðurinn þarfnaðist, varð því
að sækja í sjóinn.
Fyrsta verksmiðjan, sem
byggð var til þess að vinna
bróm úr sjó, var um borð í skipi.
Hún vann úr 20.000 lítrum af
sjó á mínútu. Á meðan á vinnslu
stóð var skipið á stöðugri sigl-
ingu undan ströndum Norður-
Carolina til þess að komast hjá
því að taka sama sjóinn til
vinnslu oftar en einu sinni. Svo
mörg vandkvæði voru þó á
þessari vinnslu á hafi úti, að
henni var fljótlega hætt.
Árið 1931 létu Dow efnaverk-
smiðjurnar í Bandaríkjunum
reisa brómverksmiðju á höfða
við Kuréflóa í Norður-Carolina;
var sjór til vinnslu tekinn öðr-
um megin við höfðann; eftir
vinnsluna var hann látinn renna
í sjóinn hinum megin, þar sem
hann barst burt með straum-
um. Þannig varð hjá því kom-
izt að taka sama sjóinn til
vinnslu oftar en einu sinni. Árið
1933 var þessi verksmiðja kom-
in í fullan gang. Síðan hefur
hún verið stækkuð og getur nú
unnið úr 250.000 lítrum á mín-
útu og skilar 8 lestum af hreinu
brómi á dag.
Á styrjaldarárunum síðustu
var reist brómverksmiðja í
Cornwall á Englandi. Var bróm-
ið unnið úr heitum sjó, sem
kom frá kælikerfi raforkuvers.
Síðar reisti sama félag (Associ-