Úrval - 01.04.1956, Qupperneq 22

Úrval - 01.04.1956, Qupperneq 22
20 ÚRVAL vinnsla er stunduð bæði í Sví- þjóð og Rússlandi. Saltvinnsla úr sjó er ævaforn iðnaður, sem haldizt hefur við fram á þennan dag og er ljóst vitni um það hve saltið er mannin- um nauðsynlegt. Allt frá því að forfeður vorir tóku að sjóða mat sinn hefur maðurinn orðið að bæta sér upp það salt sem fer forgörðum við suðuna. Manns- líkaminn þarfnast salts, og þar sem jörðin getur ekki látið það í té, verður að ná því úr sjón- um. Engin slík nauð hefur knúið menn til að vinna önnur efni úr sjónum. Flest hráefni iðnaðar- ins mátti með hægu móti grafa úr jörðu, þar sem þau fundust í auðugum námum. En á síðustu áratugum hefur gengið svo mjög á þessar auðlindir, að sýnt var að leita þyrfti nýrra ráða. Samtímis urðu miklar fram- farir í vinnslutækni, og er nú hægt að vinna föst efni úr þunnum upplausnum á miklu ó- dýrari hátt en var fyrir aðeins tveim áratugum. Menn sjá nú fram á, að vinnsla uppleystra efna úr sjó getur orðið gróða- i vænlegur iðnaður. Tvær mikil- vægar iðngreinar, er nota sjó sem hráefni, hafa þegar risið upp og fleiri munu á eftir koma. Á þriðja áratug þessarar ald- ar var byrjað á því að bæta efnum í benzín til þess að draga úr höggum í hreyflinum. Bróm var eitt af þeim efnum, sem notað var til þess. Nú vill svo til, að bróm er aðallega sjávar- efni. I jarðskorpunni er aðeins 1 % bróm. Það bróm, sem benzín- iðnaðurinn þarfnaðist, varð því að sækja í sjóinn. Fyrsta verksmiðjan, sem byggð var til þess að vinna bróm úr sjó, var um borð í skipi. Hún vann úr 20.000 lítrum af sjó á mínútu. Á meðan á vinnslu stóð var skipið á stöðugri sigl- ingu undan ströndum Norður- Carolina til þess að komast hjá því að taka sama sjóinn til vinnslu oftar en einu sinni. Svo mörg vandkvæði voru þó á þessari vinnslu á hafi úti, að henni var fljótlega hætt. Árið 1931 létu Dow efnaverk- smiðjurnar í Bandaríkjunum reisa brómverksmiðju á höfða við Kuréflóa í Norður-Carolina; var sjór til vinnslu tekinn öðr- um megin við höfðann; eftir vinnsluna var hann látinn renna í sjóinn hinum megin, þar sem hann barst burt með straum- um. Þannig varð hjá því kom- izt að taka sama sjóinn til vinnslu oftar en einu sinni. Árið 1933 var þessi verksmiðja kom- in í fullan gang. Síðan hefur hún verið stækkuð og getur nú unnið úr 250.000 lítrum á mín- útu og skilar 8 lestum af hreinu brómi á dag. Á styrjaldarárunum síðustu var reist brómverksmiðja í Cornwall á Englandi. Var bróm- ið unnið úr heitum sjó, sem kom frá kælikerfi raforkuvers. Síðar reisti sama félag (Associ-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Úrval

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.