Úrval - 01.04.1956, Blaðsíða 37
AFREK UNNIN Á SJÚKRABEÐI
35
skipzt á tíu, kannski tuttugu
bréfum út af einu kvefi; einka-
líf ekki til — sjálfsagt var að
einkabréf gengju manna á milli;
endalausar kurteisissamræður
— kvenfólkið gat setið klukku-
tímum saman í dagstofunni og
skipzt á kurteisisorðum, lestur
var talinn bera vott um slæmt
uppeldi; óhugsandi að nokkur
fengi næði til að vera einn í
hálfa klukkustund. Þannig var
líf fólksins, þetta líf, sem Flor-
ence Nightingale sagði að væri
seigdrepandi kvöi. Dag nokkurn
eftir að hún kom heim frá Krim,
brennandi í andanum að koma
áhugamálum sínum fram, hróp-
aði hún skyndilega upp yfir sig
í dagstofunni: ,,Eg verð að vera
ein!“ Og svo hneig hún niður.
Þannig hófust veikindi hennar.
Upp frá því yfirgaf hún tæp-
ast svefnherbergi sitt. Því að
hvar annars staðar gat hún
fengið að vera ein, hvar verið
laus við f jas og málæði og hvers
konar ónæði, nema þar?
Charles Darvvin leysti vanda-
mál sín á annan hátt: hann
þurfti ekki að leggjast í rúmið.
Hann hafðist mestan hluta ævi
sinnar við ■ á . sófanum í stofu
sinni. Frá 22 ára aldri var Dar-
win sannfærður um, að hann
væri með hjartasjúkdóm, enda
þótt hann væri hraustlegur í
útliti — „blómlegur og býsna
laglegur“, eins og hann komst
sjálfur að orði í bréfi. Þegar
hann sótti um stöðu náttúru-
fræðings á rannsóknarskipinu
Beagle, sem fara átti í fimm
ára vísindaleiðangur um öll
heimsins höf, taldi hann víst
að sér yrði synjað af heilsufars-
ástæðum. En hann hlaut stöð-
una, og í hinum áhættusama
og erfiða leiðangri inn í myrk-
viði Suðurameríku, reyndist
hann flestum félögum sínum.
þrekmeiri; þegar flestir voru
svo aðframkomnir af vatns-
skorti, að þeir gátu ekki dreg-
izt áfram, hélt Darwin áfram
unz hann hann fann vatn. En
þrátt fyrir þetta hélt hann á-
fram að þjást af magnleysi,
þreytu, svefnleysi, höfuðkvölum
og svima. Hálfrar stundar sam-
tal við ókunnugan mann gat
nægt til að svifta hann svefni
heillar nætur, og á elliárunum
fannst honum jafnvel of þreyt-
andi að horfa út um gluggann.
Árið 1839 kvæntist hann Emmu
Wedgwood — Wedgvvoodf jöl-
skyldan var öll sérstaklega nær-
gætin við sjúklinga — og hefur
verði á orði haft, að þar hafi
hin fullkomna hjúkrunarkona
giftz hinum fullkomna sjúklingi.
Skömmu eftir að þau giftust
fluttu þau til Kent — London
var of þreytandi fyrir Darwin
— og undir handleiðslu Emmu
skapaði hann sér lífsvenjur, sem
áttu þungamiðju sína á sófan-
um í dagstofunni. Hann vann.
þ. e. fékkst við skriftir og til-
raunir, aðeins tvo tíma á dag.
Hann borðaði morgunverð kl.
7.45 og vann síðan til 9.30.
Næstu tvær stundir lá hann á