Úrval - 01.04.1956, Blaðsíða 73

Úrval - 01.04.1956, Blaðsíða 73
IÐNBYLTINGIN SlÐARI 71 virku vélar með þeim sparnaði á vinnuafli, sem þeim fylgja, því að skortur á vinnuafli gerir nú allsstaðar vart við sig og mun fara vaxandi, jafnfram verður það æ dýrara, þannig að erfitt er að halda framleiðslu- kostnaðinum niðri, og núverandi lífskjörum vorum yrði hætta bú- in, stórhættuleg framleiðslu- kreppa mundi skella á, ef sjálf- virku vélarnar kæmu oss ekki til hjálpar. Þetta mun á margan hátt f æra hinum vinnandi manni aukið frelsi. Að því leyti sem kröfurnar til þekkingar hans og kunnáttu vaxa, stígur verðgildi vinnu hans, laun hans hækka. Og jafnframt mun draumur mannkynsins um styttri vinnu- tíma að lokum rætast. í Ame- ríku er þegar farið að tala um 30 stunda vinnuviku. Vinnan mun að vísu kref jast meiri and- legrar áreynslu, meiri einbeit- ingar, en hún mun einnig færa með sér meiri ánægju. Hún verð- ur fólgin í eftirliti með vélun- um, ráðsmennsku, en ekki for- heimskandi þrældómi við færi- band, og verkamaðurinn þarf ekki framar að skilja sál sína eftir frammi í fatageymslunni þegar hann kemur til vinnu, eins og Werner Sombart komst einu sinni að orði. Allt mun þetta þó sennilega ekki gerast með snöggri bylt- ingu, heldur jafnri þróun, sem taka mun áratugi. Dýrkeypt reynsla í efnahags- og viðskipta- málum hefur gert oss varkára. Af þeim sökum mun iðnbylting- in síðari í rauninni alls ekki verða bylting. En ef vér hugum nánar að þeim áhrifum, sem hún mun hafa á mannlegt samfélag, munum vér sjá, að þar er að gerast einhver mesta breyting, sem orðið hefur í sögu mann- kynsins. o-o-o Vinsældir á sinn hátt. Það var á bænasamkomu. Presturinn hafði haldið hjartnæma ræðu um sanna guðstrú og náunganskærleika og lauk máli sínu með þessum orðum: „Er nokkur hér inni, sem getur með sanni sagt, að hann eigi engan óvin?" Hærugrár, veðurbarinn öidungur stóð upp og taldi sig með sanni geta sagt, að hann ætti engan óvin. Prestur bað hann skýra söfnuðinum frá því, hvernig hann hefði farið að því að lifa þannig. „Og það er bara að lifa nógu lengi,“ sagði sá gamli, „þá deyja þeir allir á undan manni, bannsettir." INS.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.