Úrval - 01.04.1956, Blaðsíða 39
Höfuiulur telur, að nútímamaðurinn sé á
villigötum í leit sinni aff hamingj-
unni og leitast jafnframt við
að svara spurningunni:
Hvað er liamingja?
IJr bókinni „The Sane Society'1,
eftir Erich Fromm, sálfræðing.
Asíðari árum hefur æ meiri
áherzla verið lögð á öryggi
sem megintakmark lífsins og
kjarna þess sem vér nefnum
heilbrigt geðlíf. Ein ástæðan til
þessarar afstöðu kann að vera
sú staðreynd, að stríðshættan,
sem hangið hefur árum saman
eins og dregið sverð yfir höfð-
um vorum, hefur magnað með
oss þrá eftir öryggi. Önnur og
mikilvægari ástæða er þó sú
staðreynd, að hin vaxandi á-
herzla sem gætir í þá átt að
gera alla eins, stéypa alla í
sama mót, hefur aukið á örygg-
isleysi manna.
Þess gætir í vaxandi mæli, að
mönnum finnst þeir eigí ekki
að hafa nein vandamál eða efa-
semdir, að þeir eigi ekki að taka
neina áhættu, og að þeir eigi
alltaf að finna sig ,,örugga“.
Taugalæknar og sálkönnuðir
hafa átt sinn þátt í að skapa
þetta viðhorf.
Margir sem um þessi mál
skrifa halda því fram, að ör-
yggiskennd sé megintakmark
geðræns þroska. Foreldrar,
einkum þeir sem lesa þessi skrif,
fá því áhyggjur af því, að börn
þeirra komist á ungum aldri í
kynni við þessa „öryggisleysis-
kennd“. Þau gera sér allt far
um að forða þeim frá árekstr-
um, að gera þeim allt sem auð-
veldast, að ryðja úr vegi þeirra
sem flestum hindrunum, svo að
þau finni til öryggis.
Á sama hátt og þau láta bólu-
setja börnin gegn hverskonar
farsóttum og reyna að koma
í veg fyrir að þau komist í snert-
ingu við sýkla, reyna þau að
bægja frá þeim öllu, sem vakið
geti öryggisleysiskennd, í þeirri
trú að það sé geðheilsu þeirra
fyrir beztu. Árangurinn verður
oft jafnóheppilegur og hann
verður stundum af öfgafullu
hreinlæti og sýklavörnum: komi
til sýkingar um síðir, er mót-
stöðuaflið minna, og meiri hætta
á að illa fari.
Hvernig getur næmgeðja og
hugsandi maður nokkurn tíma
fundið sig algjörlega öruggan?