Úrval - 01.04.1956, Side 39

Úrval - 01.04.1956, Side 39
Höfuiulur telur, að nútímamaðurinn sé á villigötum í leit sinni aff hamingj- unni og leitast jafnframt við að svara spurningunni: Hvað er liamingja? IJr bókinni „The Sane Society'1, eftir Erich Fromm, sálfræðing. Asíðari árum hefur æ meiri áherzla verið lögð á öryggi sem megintakmark lífsins og kjarna þess sem vér nefnum heilbrigt geðlíf. Ein ástæðan til þessarar afstöðu kann að vera sú staðreynd, að stríðshættan, sem hangið hefur árum saman eins og dregið sverð yfir höfð- um vorum, hefur magnað með oss þrá eftir öryggi. Önnur og mikilvægari ástæða er þó sú staðreynd, að hin vaxandi á- herzla sem gætir í þá átt að gera alla eins, stéypa alla í sama mót, hefur aukið á örygg- isleysi manna. Þess gætir í vaxandi mæli, að mönnum finnst þeir eigí ekki að hafa nein vandamál eða efa- semdir, að þeir eigi ekki að taka neina áhættu, og að þeir eigi alltaf að finna sig ,,örugga“. Taugalæknar og sálkönnuðir hafa átt sinn þátt í að skapa þetta viðhorf. Margir sem um þessi mál skrifa halda því fram, að ör- yggiskennd sé megintakmark geðræns þroska. Foreldrar, einkum þeir sem lesa þessi skrif, fá því áhyggjur af því, að börn þeirra komist á ungum aldri í kynni við þessa „öryggisleysis- kennd“. Þau gera sér allt far um að forða þeim frá árekstr- um, að gera þeim allt sem auð- veldast, að ryðja úr vegi þeirra sem flestum hindrunum, svo að þau finni til öryggis. Á sama hátt og þau láta bólu- setja börnin gegn hverskonar farsóttum og reyna að koma í veg fyrir að þau komist í snert- ingu við sýkla, reyna þau að bægja frá þeim öllu, sem vakið geti öryggisleysiskennd, í þeirri trú að það sé geðheilsu þeirra fyrir beztu. Árangurinn verður oft jafnóheppilegur og hann verður stundum af öfgafullu hreinlæti og sýklavörnum: komi til sýkingar um síðir, er mót- stöðuaflið minna, og meiri hætta á að illa fari. Hvernig getur næmgeðja og hugsandi maður nokkurn tíma fundið sig algjörlega öruggan?
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.