Úrval - 01.04.1956, Blaðsíða 68
66
tJHVAL
bard*), til að sanna, að skip-
brotsmaður gæti lifað vikum
saman á regnvatni, sjó og hrá-
um fiski, sem hann veiðir. Hann
fór á gúmmífleka yfir Atlants-
haf á 65 dögum og neytti einskis
annars; vökvanum úr fiskinum
náði hann með ávaxtapressu.
Enda þótt þessi tilraun hins
franska læknis verði því miður
ekki talin fullgildi sönnun, virð-
ist svo sem hann hafi lifað í
þrjár vikur með því að drekka
eingöngu safa úr hráum fiski.
Safi úr fiski virðist þannig geta
fullnægt vatnsþörf mannsins, ef
tiltölulega lítið er í honum
af köfnunarefnissamböndum
(vef jaleifum).
William Willis, sem fór yfir
Kyrrahaf á fleka, frá Perú til
Samóa, missti nærri allan vatns-
forða sinn þegar hann var kom-
inn skammt á veg. Hann minnt-
ist þess, að gamlir sjómenn not-
uðu stundum sjó sem hægðalyf,
og að hann hafði sjálfur drukk-
ið dálítið af sjó án þess að verða
meint af. Þar sem hann óttað-
ist, að vatnsforðinn dygði sér
ekki til ferðarinnar, tók hann
það ráð að drekka hálfan annan
bolla af vatni á dag og jafn-
mikið af sjó. Hélt hann þessu
áfram langan tíma, eða þangað
til hann gat náð í regnvatn.
Hann getur þess ekki, að þorsti
*) Sjá „Skipbrotsmaður af frjáls-
um vilja" i 1. hefti 13. árg.
hafi sótt á hann og telur að
magnleysið, sem þjáði hann í
vaxandi mæli, hafi verið linnu-
lausu erfiði og svefnleysi að
kenna. Thor Heyerdal segir
einnig í frásögn sinni af Kon-
Tiki leiðangrinum, að blanda af
sjó og fersku vatni hafi oft
svalað þorsta þeirra leiðangurs-
manna furðulega vel.
En þrátt fyrir þessar frásagn-
ir verða skipbrotsmenn að gæta
allrar varúðar í að taka gildar
ályktanir af svona tilraunum.
Sumir lífeðlisfræðingar ráð-
leggja skipbrotsmönnum ein-
dregið að bragða aldrei sjó. Það
er mikill munur á því að drekka,
sjó þegar nóg er af fersku vatni
við höndina til þess að grípa
til ef út af ber.
Tilraunir standa nú yfir til
þess að fá úr því skorið, hvort
safi úr hráum fiski og mismun-
andi blöndur af sjó og fersku
vatni geti komið í stað drykkj-
arvatns. Verið getur, að ákveðin
blanda af ferskvatni og sjó geti
komið að gagni við sumar að-
stæður; á hinn bóginn getur ver-
ið, að sá sparnaður á fersku
vatni, sem þannig fæst, svari
ekki tilgangi.
„Brýn þörf er á áhrifaríku
lyfi við þorsta,“ skrifaði Are-
taeus af Kappadókíu. Síðan eru
liðin rúm 1700 ár, og enn er
vatnið eina lyfið sem þekkist
við þorsta.