Úrval - 01.04.1956, Blaðsíða 38

Úrval - 01.04.1956, Blaðsíða 38
36 ÚRVAL sófanum og vann svo til kl. 12. Þá var dagsverkinu lokið, og ef vel hafði tekizt til, var hann vanur að segja, með velþóknun: „Ég hef lokið góðu dagsverki.“ Áður en hann settist að hádegis- verði, fór hann stutta stund út í garðinn með hundinn sinn, og að aflokinni máltíð lagðist hann aftur fyrir á sófanum og lá þar til klukkan þrjú, en þá fór hann upp í svefnherbergið sitt. Að lokinni tedrykkju, lagðist hann aftur í sófann og lá þar fram að kvöldverði. Eftir kvöldverð tefldi hann kotru. Allt sem hann las, las hann þegar hann lá á sófanum. Læsi hann þykka doðr- anta, sem oft kom fyrir, hafði hann til siðs að skera þá í sundur. Þetta var líf örkumlamanns. En það hafði sína miklu kosti. Charles Darwin tók aldrei sæti í neinni nefnd, fór aldrei í opin- berar veizlur, talaði aðeins við það fólk, sem hann kærði sig um að tala við, las aðeins þær bækur, sem hann kærði sig um að lesa. Af lestri bóka um heim- speki og trúmál fékk hann höf- uðverk, að eigin sögn. En hinn mikli visindamaður var ekki iðjulaus, þó að hann lægi á sóf- anum. Hugur hans var sífellt að verki, og það var á þessum löngu stundum þagnar og ein- veru, liggjandi á sófanum, sem Darwin komst að hinum djörfu, frumlegu niðurstöðum sínum. Hann taldi sjálfur þann hæfi- leika sinn hvað dýrmætastan, að geta „íhugað lengi og af stakri þolinmæði hvert viðfangs- efni“. Til þess þurfti hann sóf- ann. Það er bjargföst trú mín, að þessir þremenningar — og fleiri sem líkt var ástatt um og ekki verða taldir hér — hafi ekki með þessu verið að flýja lífið. Nei, tilgangur þeirra var allur annar; þeir voru með þessu að skapa sérskilyrðitilaðstarfa, sinna hugðarefnum sínum. Og það sem meira máli skiptir: þeir voru í þeim tiltölulega fámenna hópi manna, sem aðeins geta notið sín í þögn og einveru, þeirra manna, sem spámaðurinn Jesaja lýsti þegar hann sagði: „Hverra styrkur það er að sitja kyrrir.“ Keðjuverkun. Vinsæll, ókvæntur sendiherra í London var eitt sinn boðinn til að dvelja eina helgi á fornfrægu aðalssetri úti á landi. Þegar hann var spurður að því eftir á hvernig honuni hefði iíkað dvölin, sagði hann: „Ef súpan hefði verið eins heit og vínið, og vínið eins gamalt og kjúklingurinn, og kjúkltngurinn eins mjúkholda og þjónustu- stúlkan, og þjónustustúlkan eins reiðubúin og hcrtogafrúin, mundi ég hafa skcmmt rp.ér ágætlega."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.