Úrval - 01.04.1956, Blaðsíða 73
IÐNBYLTINGIN SlÐARI
71
virku vélar með þeim sparnaði
á vinnuafli, sem þeim fylgja,
því að skortur á vinnuafli gerir
nú allsstaðar vart við sig og
mun fara vaxandi, jafnfram
verður það æ dýrara, þannig að
erfitt er að halda framleiðslu-
kostnaðinum niðri, og núverandi
lífskjörum vorum yrði hætta bú-
in, stórhættuleg framleiðslu-
kreppa mundi skella á, ef sjálf-
virku vélarnar kæmu oss ekki
til hjálpar. Þetta mun á margan
hátt f æra hinum vinnandi manni
aukið frelsi. Að því leyti sem
kröfurnar til þekkingar hans og
kunnáttu vaxa, stígur verðgildi
vinnu hans, laun hans hækka.
Og jafnframt mun draumur
mannkynsins um styttri vinnu-
tíma að lokum rætast. í Ame-
ríku er þegar farið að tala um
30 stunda vinnuviku. Vinnan
mun að vísu kref jast meiri and-
legrar áreynslu, meiri einbeit-
ingar, en hún mun einnig færa
með sér meiri ánægju. Hún verð-
ur fólgin í eftirliti með vélun-
um, ráðsmennsku, en ekki for-
heimskandi þrældómi við færi-
band, og verkamaðurinn þarf
ekki framar að skilja sál sína
eftir frammi í fatageymslunni
þegar hann kemur til vinnu, eins
og Werner Sombart komst einu
sinni að orði.
Allt mun þetta þó sennilega
ekki gerast með snöggri bylt-
ingu, heldur jafnri þróun, sem
taka mun áratugi. Dýrkeypt
reynsla í efnahags- og viðskipta-
málum hefur gert oss varkára.
Af þeim sökum mun iðnbylting-
in síðari í rauninni alls ekki
verða bylting. En ef vér hugum
nánar að þeim áhrifum, sem hún
mun hafa á mannlegt samfélag,
munum vér sjá, að þar er að
gerast einhver mesta breyting,
sem orðið hefur í sögu mann-
kynsins.
o-o-o
Vinsældir á sinn hátt.
Það var á bænasamkomu. Presturinn hafði haldið hjartnæma
ræðu um sanna guðstrú og náunganskærleika og lauk máli
sínu með þessum orðum:
„Er nokkur hér inni, sem getur með sanni sagt, að hann
eigi engan óvin?"
Hærugrár, veðurbarinn öidungur stóð upp og taldi sig með
sanni geta sagt, að hann ætti engan óvin. Prestur bað hann
skýra söfnuðinum frá því, hvernig hann hefði farið að því að
lifa þannig.
„Og það er bara að lifa nógu lengi,“ sagði sá gamli, „þá
deyja þeir allir á undan manni, bannsettir."
INS.