Úrval - 01.04.1956, Side 41

Úrval - 01.04.1956, Side 41
HVAÐ ER HAMINGJA? 39 sama hátt og eiturlyf janeytand- inn er háður lyfi sínu, og jafn- framt verður sjálfsvitundin og sjálfstraustið æ veikara. Sektar- vitundin, sem fyrir nokkrum kynslóðum gegnsýrði líf margra, fyrir trúna á syndina, hefur nú þokað fyrir kvíða, sem sprott- inn er af ríkri þörf á því að vera ekki frábrugðinn öðrum. Annað, sem öðlast liefur nýja merkingu, þegar rætt er um mannlega hamingju, er ástin. 1 eyrum vorum klingir sí og æ, að barnið verði að „njóta ást- ríkis" til þess að það finni til öryggis, að þessi eða hinn mað- urinn hafi orðið glæpamaður eða geðsjúklingur af því að hann naut ekki ástríkis foreldra í bernsku. Ástin er orðin einn liður í forskriftinni fyrir uppeldi barnsins á sama hátt og kennsla og skólaganga. Barnið þarf að fá ákveðinn skammt af ást, ör- yggi og bóklegri þekkingu og öðru því sem heyrir til góðu uppeldi — og þá er hamingju þess borgið í framtíðinni! En hvað er þá átt við með hamingju? Flest nútímafólk mundi segja, að sá sem skemmt- ir sér, sé hamingjusamur. Hvernig skemmtir fólk sér þá? Það fer í bíó, samkvæmi, hlustar á útvarp, horfir á sjón- varp, fer í bíltúr um helgar, nýtur holdlegrar ástar, sefur fram eftir á sunnudögum og ferðast — þeir sem efni hafa á því. Einhver mundi kannski held- ur vilja segja, að nær sanni sé að skilgreina hamingju sem ánægju. Frá því sjónarmiði mætti þá eins skilgreina hana sem andstæðu hryggðar eða sorgar, að hamingja sé hugar- ástand, sem laust er við hryggð eða sorg. En þessi skilgreining sýnir, að hér er um alrangan skilning á hamingjunni að ræða. Maður sem er næmgeðja og and- lega heilbrigður, getur ekki komizt hjá því að verða hrygg- ur, kynnast sorg. Ekki aðeins vegna þeirra miklu, ónauðsyn- legu þjáninga, sem ófullkom- leiki samfélagsins leggur á mennina, heldur einnig vegna eðlis sjálfs mannlífsins, sem fyrirmunar oss að njóta þess án þess að þola sársauka og kynnast sorginni. Sem skynigæddar lífverur hljótum vér að vera oss sorg- lega meðvitandi um það óbrú- andlega djúp, sem staðfest er milli þess sem oss langar að gera og hins, sem vér getum afrekað á hinni skömmu, mis- brestasömu ævi vorri. Úr því að dauðinn setur oss þá óum- flýjanlegu kosti, að annaðhvort deyjum vér á undan ástvinum vorum eða þeir á undan oss, úr því að dag hvern blasa við oss þjáningar, óumflýjanlegar jafnt og ónauðsynlegar, hvernig getum vér þá komizt hjá því að kynnast sorg og sársauka af eigin reynd? Hvorugt verður umflúið nema vér sljóvgum næmleik vorn, herðum hjörtu
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.