Úrval - 01.04.1956, Page 14

Úrval - 01.04.1956, Page 14
12 ÚRVAL menn hafi enn skilið það; þó er þetta sannleikur, sem skiptir óendanlega miklu máli fyrir þann eiginmann, sem kunna vill listina að lifa í hjónabandi. Ég hef lýst því hér að fram- an, hvernig skilningsskortur mannsins getur orðið þess vald- andi, að hann bregðist konu sinni. Nú er röðin komin að konunum; því að þær geta vissu- lega einnig brugðizt mönnum sínum. Sökum þess, hve þörf mannsins á fullnægingu í kyn- lífi sínu er mikil, einföld og útúrdúralaus, verður hann bæði sár og undrandi, sé hann svift- ur henni. Fullvissi konan hann eigi að síður um, að hún elski hann, veit hann ekki hvað hann á að halda. Hvernig getur hún sagt þetta þegar hún lætur hjá líða að sýna það í verki? Hann hlýtur að gruna hana um hræsni og undirhyggju. Er frá líður, geta særðar tilfinningar hans breytzt í óvild. Ástin, sem hann eitt sinn bar til konu sinnar, getur jafnvel breytzt í hatur. Hafa ber hugfast, að ástar- kennd í brjósti mannsins er ekki óbreytt ástand, mjúkur beður sem hann hvílir á, heldur tilfinn- ing, sem leitar sér fullnægingar. Ef honum er neitað um þá full- nægingu, þá verður kyrrstaða í tilfinningalífi hans. Ástarorð og blíðuatlot — hvernig getur hann boðið þessi minniháttar tákn, þegar hin æðsta tjáning, sem þau tákna, er honum fyrir- munUð ? Kona, sem skilur þetta ekki, getur hæglega leitt hjónabandið inn í vítahring, sem að lokum endar í hruni. Og hún mun ekki finna skilning á því í eigin reynslu — því aö á þessu sviöi er hún óltk manninum. Ég man eftir ungri konu, sem keyrt hafði hjónaband sitt í slíkan vítahring. Hún hafði firrzt við holdlegum ,,kröfum“ manns síns, ■—- vegna þess að henni fannst hann vanrækja sig á öðr- um sviðum. Viðbrögð hennar voru þessi: „Án ástar — ekk- ert kynlíf!“ Frá sjónarmiði hennar var þetta rökrétt að far- ið. En afleiðingin varð auðvitað sú, að sambúðin fór síversn- andi, unz úr varð fullur fjand- skapur. Það sem hún hafði ekki gert sér grein fyrir var, að með því að draga sig þannig í inn í skel sína, varpaði hún frá sér því helzta, sem glætt gat ást hans og umhyggju. Ég á ekki við, að hin rétta aðferð hennar hefði verið að gefast upp mótþróa- laust. Alls ekki. Framkoma hans var ekki rétt — en fyrst og fremst vegna þess að hann hafði ekki gert sér grein fyrir hve rík þörf hennar var fyrir ástúð og umhyggju. Hið eina, sem hér þurfti að gera var, að þau gætu sagt hvort öðru hug sinn allan. Eftir að því hafði verið komið í kring, féll allt í ljúfa löð. Þetta er engan veginn fátítt. Lausnin er í rauninni ósköp ein-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.