Bókasafnið - 01.01.2002, Síða 11

Bókasafnið - 01.01.2002, Síða 11
Háskóla íslands á þessum árum. Einkatölvan leysti prentarann fljótlega af hólmi en hún fór að verða almenn á stofnunum á árunum 1987-1990. Litlar rannsóknarstofnanir lögðu margar hverjar ekki í að koma sér upp aðgangi að gagnasöfnum og þurftu bókasafnsfræðingar og sérfræðingar þessara stofnana að leita til þeirra sem aðgang höfðu ef fólk vildi nýta sér beinlínuleitirnar. Töluvert var um það, enda tekur mikinn tíma að fletta prentuðum gagna- söfnum í leit að heimildum. Gagnasöfn á geisladiskum Gagnasöfn á geisladiskum leystu beinlínuleitir að hluta til af hólmi um og fyrir 1990. Læknisfræðibóka- safn Landakots- spítala reið á vað- ið og keypti lækn- isfræðisafnið/út- dráttanitið Med- line á geisladisk- um árið 1988.4 Kom þessi þróun einkum til af því að geisladiskar voru mun hand- hægara og ódýr- ara útgáfuform en prentuð útdrátt- arrit sem mörg söfn keyptu áfram samhliða því að bjóða upp á bein- línuleitir. Með til- komu gagnasafna á geisladiskum var einnig komið til móts við kröfur notenda um að leita sjálfir að þeim upplýsingum sem þá vanhagaði um. Framsæknir bókasafnsfræðingar héldu námskeið fyrir notendur í upplýsingaleitum á geisladiskum en leituðu einnig sjálfir, bæði fyrir starfsmenn stofnana sinna og fyrir aðra sem ekki höfðu aðgang að slíku á vinnustað sínum. Rafræn tímarit og samkaup bókasafna Samhliða þróun í aðgengi að gagnasöfnum varð mikil breyting á útgáfu tímarita og var hún óðum að færast á Internetið samhliða prentaðri útgáfu. Framsækn- ustu söfnin, svo sem bókasafn Landspítalans, riðu á vaðið um kaup á rafrænum tímaritum og á safninu var boðið upp á tímarit á tölvutæku formi nálægt ára- mótunum 1995 og 1996.s Bókasafn Landspítalans hafði einnig forgöngu um að söfn á sviði lækna- og heilbrigðisvísinda samein- uðust um að kaupa aðgang fyrir starfsmenn þessara heilbrigðisstofnana að Ovid-gagnasafninu sem sér- hæfir sig aðallega á þessum sviðum. Gagnasöfn á geisladiskum voru dýr og höfðu til þessa nýst tiltölulega fáum. Það var því eðlileg þróun að bókasafnsfræðingar hefðu forgöngu um samvinnu og samkaup til þess að upplýsingarnar yrðu fleirum aðgengilegar og söfnin réðu við kaupin. Tímamót urðu í þessum málum hinn 11. septem- ber 1997. Þá var haldið málþingið Upplýsingar á Inter- neti - málþing um aðgang atuinnulífs og vísindasamfélags að upplýsingum. Þingið var haldið á vegum Félags bókavarða í rannsóknarbókasöfnum og Landsbóka- safns íslands - Háskólabókasafns en frumkvæðið kom frá grasrótinni, þ.e. áhugasömum bókasafns- fræðingum. Á málþinginu, sem var sótt af bókasafns- fólki, vísindamönnum og stjórnendum, kom m.a. fram að meðal þátttakenda var mikill áhugi á sam- eiginlegum að- gangi að gagna- söfnum. Ennfrem- ur sýndi könnun, sem greint var frá á þinginu og gerð var í bókasöfnum sama ár, mikinn áhuga innan safn- anna á samkaup- um. Könnunin var unnin að frum- kvæði grasrótar- innar og bóka- safns Háskólans á Akureyri sem sá um framkvæmd hennar. Alls lýsti 41 safn af 50 sem þátt tóku í könnuninni, áhuga á slíkri samvinnu og samkaupum. Dr. Leslie Campbell Rampey, bókasafnsfræðingur frá Georgíufylki í Bandaríkjunum, var gestafyrirlesari á málþinginu. í erindi hennar kom fram að fylkis- stjóri Georgíu hafði innleitt lottó í fylkinu til þess að standa straum af kostnaði við að kaupa aðgang að gagnasöfnum. Öll bókasöfn í fylkinu, frá virtustu há- skólasöfnum niður í smæstu almenningssöfn, gátu því boðið viðskiptavinum sínum upp á ókeypis leitir í fjölbreyttustu gagnasöfnum heims. Verkefnið nefnist GALILEO (Georgia Library Learning Online) og var hleypt af stokkunum í september árið 1995.6 Vakti fyrirlestur dr. Leslie verðskuldaða athygli og áhuga á að koma á víðtækum samkaupum hérlendis. Dr. Leslie er mikill íslandsvinur og í tölvupósti milli hennar og undirritaðrar hafði málefnið borið á góma - hún kvaðst fegin kynna íslenskum gangasafnanot- endum GALILEO ef það gæfi henni tækifæri til þess að koma til íslands. Það er ánægjulegt til þess að vita að áhugi bandarísks bókasafnsfræðings á íslandi skuli hafa orðið hvatinn að þessari tímamótaráð- stefnu. t>e poeT\- jtejin tnrt jir^lnm þn uuiwmei(Vf’D« cr°m uuAf-noþ uf-lnmtl. rtokpxum rttuuu.- f- nt noL L eimy noþfunnu- ntfleu’-nolrrrm-no mLulroi.-' noL xUr Ptutptufoa ■ ntuutliT'ntuuocr crrreo 'n.l uuerrreoTl douuttfdcremo AlmAÍmco Cot rmnno milnft-o. dAt~ Uu*run .utk miniícc mir rnxn* Coor itMie- icor LetLw. G^ot \lm’AÍ,irioo tlu himt UUOJ*<c(-,TOf. SúV' ■ I 1-da m Annun fomAn.\c coor | f°T*rÍ-pi* j-oi' c^ipmip ipi|ino • ^xnA^icc po-liTA 'l Cotad uutlleon- uutfWm* : ctíti f|'Al-)tcU 1. crAfr.Ttuf4un Xa UUtcUr ^AnTAnne' H Z.a|)i uut fAnne-.’H dtnAn uutl \ |i; lcon 'CX.p tiurA-Vnne'. fV’O u i nort tielt <>ccoxtAfú.\penttvf®-' ij'T’tUe- 'ucntr trefum •Jotnccm.'mowif .í| \ilum nc-njwnrwúunT- nec t V.o ‘ 1 rs uirf<c ortii’Cfrmv 'fktiU & Opna úr þýsku pergamenthandriti frá því um 800. BÓKASAFNIÐ 26. ÁRG. 2002 9
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Bókasafnið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.