Bókasafnið - 01.01.2002, Blaðsíða 25

Bókasafnið - 01.01.2002, Blaðsíða 25
hinum mismunandi tegundum upplýsingalinda sem þeir nota við heimildaleitir sínar; að nemendur fram- kvæmi sérhæfða heimildaleit fyrir verkefnið og láti niðurstöður leitar fýlgja með því; nemendur sýni fram á að þeir geri greinarmun á mismunandi leiðum til þess að nálgast heimildir; að nemendur sýni fram á að'þeir geri greinarmun á hinum ýmsu tegundum heimilda með því að vísa til þeirra í heimildaskrá og að nemendur fylgi tilteknum staðli við uppsetningu og meðferð á heimildum. HA hefur yfir að ráða rúmgóðri tölvustofu fyrir um 20 manns sem hefur verið nýtt í kennslu. Efni fyrir fjarnema þarf einnig að vera til staðar og verður unn- ið að því að setja það fram í WebCT, sem er námsum- hverfi á vef og notað af fjölmörgum kennurum HA. Samantekt Hér á eftir fara nokkur atriði sem hafa verið nefnd hér að framan og nauðsynlegt er að hafa í huga þegar kennsla í upplýsingalæsi er skipulögð. Stuðningur frá yfirstjórn Skilningsleysi að hálfu yfirstjórnar er oft helsta hindrun sem bókasafnsfræðingar rekast á þegar upp- lýsingalæsi er kynnt innan stofnunarinnar. Æskilegt er að til sé formleg yfirlýsing um upplýsingalæsi sem komi t.d. fram í stefnumarkmiðum stofnunarinnar. Þjálfun starfsfólks Tryggja þarf að starfsfólk sé í stakk búið til þess að sinna þeirri upplýsingalæsiskennslu sem fram fer í stofnuninni og styðja það með markvissum aðgerð- um. Æskilegt er að það sitji endurmenntunarnám- skeið og ráðstefnur í málefnum tengdum efninu og kynni sér grundvallaratriði í kennslufræðum og kennsluaðferðum. Nauðsynlegt er að starfsfólk fylg- ist með þróun mála í upplýsingatækni og rafrænum gagnasöfnum. Þess skal hér getið að stofnaður hefur verið hópur norrænna bókavarða (Nordinfolit-gruppen) sem hitt- ist á samráðsfundi í Finnlandi haustið 2001. Hlutverk fundarins var að koma með tillögur til NORDINFO um styrkhæf verkefni tengd upplýsingalæsi. Eitt af verkefnunum er sumarskóli í upplýsingalæsi sem NORDINFO hefur ákveðið að styrkja og verður hann haldinn í Kaupmannahöfn 17. - 28. júní 2002. Einnig er stefnt að því að halda ráðstefnu með heitinu Creating Knowledge III sumarið 2003 og er hugsan- legur fundarstaður Akureyri. Aðgangur að rafrænum gögnum - upplýsingatækni Tryggja þarf aðgang að rafrænum gögnum (gagna- söfnum og stafrænum tímaritum) og tæknilega að- stoð varðandi leitir í þeim. BSHA hefur aðgang að margvíslegum gagnasöfnum í helstu kennslugrein- um háskólans beint af veraldarvefnum þar sem greiður aðgangur er að Internetinu frá öllum tölvum bókasafnsins. Tímaritum í rafrænu formi fjölgar en mörg þeirra eru aðgengileg í landsaðgangi (allir landsmenn geta leitað í viðkomandi gagnasöfnum). Ef gagnasöfn eru ekki aðgengileg í landsaðgangi er leitast við að tryggja fjarnemum aðgang að þeim með lykilorðum. Eins og fram hefur komið er stór hluti notendafræðslu BSHA kennsla á gagnasöfn. Gagna- smiðja HA sinnir notendafræðslu og liðveislu vegna hugbúnaðar í tölvum. Starfsfólk gagnasmiðju veitir einnig nemendum og starfsfólki ráðgjöf um sem flest á því sviði. Hagnýtar leiðbeiningar varðandi tölvu- kerfi háskólans og aðrar leiðbeiningar varðandi hug- búnað er að finna á vef gagnasmiðju. Fjármagn Áríðandi er að þeirri kennslu sem fer fram innan not- endafræðslunnar sé tryggður fjárhagslegur grund- völlur. Staðið hefur yfir undirbúningur að notenda- fræðsluvef háskólabókasafnanna en ekki hefur tekist að tryggja fjármagn til verksins. Brýnt er að því verki verði haldið áfram og leitað leiða til að ljúka því hið fýrsta. Samvinna Samvinna bókasafnsfræðinga við kennara, starfsfólk tölvuþjónustu og kennslusviðs auk fleiri aðila innan stofnunarinnar er mjög mikilvæg til þess að kennsla í upplýsingalæsi verði árangursrík og farsæl. Markmið og leiðir Æskilegt er að setja fram skýr markmið og leiðir og mun BSHA leitast við að vinna að þessum þætti í kennslu sinni. Lokaorð Þær tillögur sem lagðar hafa verið fram eru aðeins ein leið til þess að gera áætlun í kennslu og þjálfun í upp- lýsingalæsi. Hafa ber í huga að kennsla í upplýs- ingalæsi er ferli sem þarfnast nákvæms undirbún- ings og samstarfs við aðrar einingar innan stofnun- arinnar, sem og viðurkenningar og stuðnings frá yfir- stjórn. Þeir sem standa að verkefninu þurfa að fylgj- ast með þróun mála á innlendum og erlendum vett- vangi og endurskoða kennsluna samkvæmt því. Einnig er hægt að stofna til formlegs samstarfs við aðrar stofnanir. Síðast en ekki síst er mikilvægt að rannsaka áhrif kennslunnar og framkvæma notenda- kannanir reglulega. BSHA mun hafi þetta að leiðar- ljósi við þróun mála í framtíðinni. BÓKASAFNIÐ 26. ÁRG. 2002 23
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.