Bókasafnið - 01.01.2002, Side 30

Bókasafnið - 01.01.2002, Side 30
Mynd 2 Deildir % Rannsókna- og gæðadeild Sölu- og 9% markaðsdeild 14% Starfsmanna- og fræðsludeild 23% Forstjórar/fram- kvæmdastjórar 48% fylgjum Evrópulöndum og Bandaríkjunum fast eftir. Stjórnendur fyrirtækja eru áhugasamir um efnið og þekkingarstjórnun á sinn sess hjá hefðbundnum þekkingarstjórnunardeildum svo sem starfsmanna- deild, fræðsludeild, rannsóknadeild eða gæðastjórn- unardeild. Þekkingarstjórnun er ekki talin starfssvið tölvudeilda. Stærð fyrirtækja virðist ekki hafa mikil áhrif á þörfina fyrir þekkingarstjórnun og fyrirtæki sem sinna þjónustu, ráðgjöf eða fjármálum eru í far- arbroddi með innleiðingu. Það er að sjálfsögðu erfitt að gera grein fyrir öllum niðurstöðum í svo knöppu máli og hefur því aðeins verið fjallað um stöðuna eins og tilefni er til. Innleiðing Niðurstöðurnar sem fengust um hvaða leiðir fyrir- tækin eru að fara við innleiðingu eru afar forvitni- legar. í rannsókninni er gengið út frá tveimur megin- líkönum sem sett voru fram af Hansen, Nohria og Tierney (Hansen, Nohria ogTierney, 1999, s. 106-116) um tvær leiðir sem hægt sé að fara við innleiðingu á þekkingarstjórnun þ.e. skjalaleið og samskiptaleið. Eins og heitin gefa til kynna þá byggist skjalaleiðin á því að notað sé fullkomið hágæða skjala- og upplýs- ingakerfi þar sem þekking er skráð og síðan sótt og endurnýtt. Samskiptaleiðin felur í sér skipulagða fræðslu og yfirfærslu á sérþekkingu með skapandi og greinandi ráðgjöf, fundum, hópvinnu og mannlegum samskiptum. Þeir félagar telja að fyrirtæki verði að velja aðra hvora leiðina og sjá mikla meinbugi á að blanda leiðunum saman eða ef fyrirtæki velur leið sem hæfir því ekki. Til þess að kanna þetta án þess að setja fram leið- andi spurningar voru settar fram staðhæfingar sem áttu við sín hvora leiðina og þátttakendur beðnir um að merkja við á skala 1-5 að hvaða leyti staðhæfing- arnar ættu við viðkomandi fyrirtæki. Þegar skoðuð er niðurstaðan fyrir þær staðhæfingar sem áttu við skjalaleiðina í heild þá voru 29% svarenda sem merktu þar við hæsta gildi á móti 13% sem merktu við hæsta gildi í samskiptaleiðinni. Þegar lykilspurn- ingarnar voru skoðaðar þá álitu 44% þátttakenda að þekkingastjórnun byggðist á góðri upplýsingatækni en aðeins 20% töldu að þekkingarstjórnun byggðist á miklum samskiptum starfsmanna. Hluti könnunarinnar voru svokallaðar þvingunar- spurningar en þar voru sett fram eindregnar þröngar staðhæfingar um þekkingarstjórnun og þátttakendur beðnir um að merkja annað hvort í reit já eða nei. Af svörum við þessum spurningum varð einnig ljóst að mun fleiri töldu tölvukerfi vera undirstöðu þekking- arstjórnunar frekar en fundi starfsmanna. Að lokum voru þátttakendur beðnir um að setja fram meginástæður fyrir innleiðingu þekkingar- Mynd 3 Fjöldi svarenda með þekkingastjórnun eða ekki eftir stærð fýrirtækja ■ Ekki þekkingarstjórnun ■ Þekkingarstjórnun 28 BÓKASAFNIÐ 26. ÁRG. 2002

x

Bókasafnið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.